Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2021 21:31 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels