Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2021 21:31 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31