Segir allt mjög fagmannlegt hjá Bayern og getur ekki beðið eftir að hefjast handa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 12:51 Glódís Perla við undirskriftina í dag. FC Bayern Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynntu landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir til leiks með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira