Líkur á að gos fylgi hlaupi í Grímsvötnum hafa aukist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. júlí 2021 07:01 Björn Oddsson hjá almannavörnum. Stöð 2 Ekkert varð úr hrakspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatnsmagn í vötnin og enn meiri kvika í kvikuhólfið. Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel. Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel.
Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06