Líkur á að gos fylgi hlaupi í Grímsvötnum hafa aukist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. júlí 2021 07:01 Björn Oddsson hjá almannavörnum. Stöð 2 Ekkert varð úr hrakspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatnsmagn í vötnin og enn meiri kvika í kvikuhólfið. Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel. Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel.
Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06