Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2021 19:54 Heimir Guðjónsson þjálfari Valsmanna var ánægður með karakter síns liðs í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. „Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur. Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
„Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur.
Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira