Aurskriða inn í íbúð, ónýtur bíll og týndur köttur en buguð Bryndís fagnaði Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2021 14:00 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, býr á neðri hæð í þessu hvíta húsi í Varmahlíð þar sem aurskriðan féll á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísir Það féll aurskriða inn í íbúðina hennar, kötturinn týndist, bíllinn bilaði og hún veiktist en stóð samt uppi sem sigurvegari í mikilvægum fótboltaleik í Garðabæ í gærkvöld. Þetta er ekki handrit að bíómynd heldur vika í lífi Bryndísar Rutar Haraldsdóttur. Bryndís er fyrirliði Tindastóls á Sauðárkróki og stóð vaktina í vörn liðsins í dísætum 1-0 sigri gegn Stjörnunni í gærkvöld. Það gerði hún þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að bugast undan óeðlilegu álagi síðustu daga: „Ég var hitalaus og lét bara vaða. Þetta var bara hausverkur og einhver slappleiki. Ég er ekki búin að sofa neitt síðustu daga, enda búin að vera að vinna á fullu í húsinu mínu eftir aurskriðuna. Ég er bara búin að vera á yfirsnúningi,“ sagði Bryndís við Vísi í dag. Aurskriðan sem féll í Varmahlíð í síðustu viku féll meðal annars á húsið sem Bryndís og kærasti hennar búa í, með tveimur köttum sínum. Skriðan lagðist á þrjá glugga íbúðarinnar, braut sér leið inn í eitt herbergjanna og olli miklum skemmdum. „Ég var á Sauðárkróki að þjálfa þegar kærastinn minn hringdi og sagðist vera að drífa sig heim því það hefði fallið aurskriða á húsið okkar. Vinnufélagi hans hafði komið að þessu og ég hringdi strax í hann því við áttum tvo ketti þarna inni og ég var svolítið áhyggjufull gagnvart þeim. Hann náði í þá og þeir voru ómeiddir,“ sagði Bryndís. Íbúðin í lag á mettíma og liðsfélagarnir máluðu Hún og hennar fólk beið ekki boðanna og vann þrekvirki við að koma íbúðinni í samt lag að nýju: „Það var bara drulla inni í gestaherberginu og grjót. Á föstudaginn leyfðu Almannavarnir okkur að fara aftur inn í húsið til að byrja að hreinsa út. Við hreinsuðum út gólfefni, fataskápa, hurðar og fleira, og á sunnudagskvöldið gistum við aftur í íbúðinni, sem er eiginlega alveg magnað,“ sagði Bryndís. Aurskriðan féll á tvö hús. Íbúð Bryndísar er í hvíta húsinu til hægri á mynd.Vísir Liðsfélagar hennar í Tindastóli létu ekki sitt eftir liggja við að lagfæra íbúð fyrirliðans síns: „Við eigum mjög gott bakland hérna. Ég á fjóra bræður og þrír þeirra eru smiðir, og ég líka. Svo eigum við vinafólk hérna í Varmahlíð, húsasmíðameistara og rafvirkja þar á meðal, sem hjálpuðu okkur helling. Ég fékk svo fótboltaliðið til að koma og hjálpa mér að henda dótinu okkar út og mála. Ég trúði því ekki þegar bróðir minn sagði að við gætum flutt inn á sunnudagskvöldið en við erum búin að skipta um gólfefni, setja upp nýjar innihurðir, mála, sparsla og setja upp nýjan vegg. Þetta er búin að vera geðbilun hjá mér, maður er búinn að vera að vinna fram eftir nóttu, og ég held að þess vegna hafi ég verið orðin svona slöpp. Þetta skrifast örugglega á svefnleysi,“ sagði Bryndís. Ónýtur bíll og týndur köttur „Þetta er ekki beint búin að vera mín vika. Bíllinn minn er örugglega ónýtur líka – alla vega eitthvað bilaður. Svo týndi ég öðrum kettinum mínum,“ sagði Bryndís en kötturinn sá strauk úr pössun. Það hefur hann þó gert áður og alltaf skilað sér heim á endanum. Eftir allt þetta, og mikla þrautagöngu í Pepsi Max-deildinni, gat Bryndís loks leyft sér að brosa eftir sigurinn í Garðabæ í gærkvöld. „Þetta var mjög kærkominn sigur, eiginlega alveg nauðsynlegur,“ sagði Bryndís sem eftir aksturinn heim í Skagafjörð hafði enn þrek til að klára að setja upp hurðar í íbúðinni sinni í nótt. Náði jafntefli daginn eftir skriðuna Bryndís spilaði raunar leik daginn eftir að skriðan féll, síðastliðinn miðvikudag, í markalausu jafntefli við sterkt lið Selfoss á Sauðárkróki: „Það var ekkert sem við gátum gert varðandi húsið svo að ég fókusaði bara á þennan leik við Selfoss. Maður fann meira fyrir þessu í gær [gegn Stjörnunni] því maður var alveg bugaður af þreytu eftir að hafa verið að vinna alla helgina. En við hefðum ekki náð þessu á 2-3 dögum nema af því að við höfðum allt þetta góða fólk í kringum okkur,“ sagði Bryndís. Hún fær engan tíma til að slaka á því á morgun heldur hún á Símamótið með stelpurnar sem hún þjálfar, og á sunnudaginn er leikur hjá Tindastóli gegn Þrótti í Laugardalnum. Með sigri geta Bryndís og félagar grafið sig upp úr fallsæti, á þessari fyrstu leiktíð þeirra í efstu deild. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Kettir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Bryndís er fyrirliði Tindastóls á Sauðárkróki og stóð vaktina í vörn liðsins í dísætum 1-0 sigri gegn Stjörnunni í gærkvöld. Það gerði hún þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að bugast undan óeðlilegu álagi síðustu daga: „Ég var hitalaus og lét bara vaða. Þetta var bara hausverkur og einhver slappleiki. Ég er ekki búin að sofa neitt síðustu daga, enda búin að vera að vinna á fullu í húsinu mínu eftir aurskriðuna. Ég er bara búin að vera á yfirsnúningi,“ sagði Bryndís við Vísi í dag. Aurskriðan sem féll í Varmahlíð í síðustu viku féll meðal annars á húsið sem Bryndís og kærasti hennar búa í, með tveimur köttum sínum. Skriðan lagðist á þrjá glugga íbúðarinnar, braut sér leið inn í eitt herbergjanna og olli miklum skemmdum. „Ég var á Sauðárkróki að þjálfa þegar kærastinn minn hringdi og sagðist vera að drífa sig heim því það hefði fallið aurskriða á húsið okkar. Vinnufélagi hans hafði komið að þessu og ég hringdi strax í hann því við áttum tvo ketti þarna inni og ég var svolítið áhyggjufull gagnvart þeim. Hann náði í þá og þeir voru ómeiddir,“ sagði Bryndís. Íbúðin í lag á mettíma og liðsfélagarnir máluðu Hún og hennar fólk beið ekki boðanna og vann þrekvirki við að koma íbúðinni í samt lag að nýju: „Það var bara drulla inni í gestaherberginu og grjót. Á föstudaginn leyfðu Almannavarnir okkur að fara aftur inn í húsið til að byrja að hreinsa út. Við hreinsuðum út gólfefni, fataskápa, hurðar og fleira, og á sunnudagskvöldið gistum við aftur í íbúðinni, sem er eiginlega alveg magnað,“ sagði Bryndís. Aurskriðan féll á tvö hús. Íbúð Bryndísar er í hvíta húsinu til hægri á mynd.Vísir Liðsfélagar hennar í Tindastóli létu ekki sitt eftir liggja við að lagfæra íbúð fyrirliðans síns: „Við eigum mjög gott bakland hérna. Ég á fjóra bræður og þrír þeirra eru smiðir, og ég líka. Svo eigum við vinafólk hérna í Varmahlíð, húsasmíðameistara og rafvirkja þar á meðal, sem hjálpuðu okkur helling. Ég fékk svo fótboltaliðið til að koma og hjálpa mér að henda dótinu okkar út og mála. Ég trúði því ekki þegar bróðir minn sagði að við gætum flutt inn á sunnudagskvöldið en við erum búin að skipta um gólfefni, setja upp nýjar innihurðir, mála, sparsla og setja upp nýjan vegg. Þetta er búin að vera geðbilun hjá mér, maður er búinn að vera að vinna fram eftir nóttu, og ég held að þess vegna hafi ég verið orðin svona slöpp. Þetta skrifast örugglega á svefnleysi,“ sagði Bryndís. Ónýtur bíll og týndur köttur „Þetta er ekki beint búin að vera mín vika. Bíllinn minn er örugglega ónýtur líka – alla vega eitthvað bilaður. Svo týndi ég öðrum kettinum mínum,“ sagði Bryndís en kötturinn sá strauk úr pössun. Það hefur hann þó gert áður og alltaf skilað sér heim á endanum. Eftir allt þetta, og mikla þrautagöngu í Pepsi Max-deildinni, gat Bryndís loks leyft sér að brosa eftir sigurinn í Garðabæ í gærkvöld. „Þetta var mjög kærkominn sigur, eiginlega alveg nauðsynlegur,“ sagði Bryndís sem eftir aksturinn heim í Skagafjörð hafði enn þrek til að klára að setja upp hurðar í íbúðinni sinni í nótt. Náði jafntefli daginn eftir skriðuna Bryndís spilaði raunar leik daginn eftir að skriðan féll, síðastliðinn miðvikudag, í markalausu jafntefli við sterkt lið Selfoss á Sauðárkróki: „Það var ekkert sem við gátum gert varðandi húsið svo að ég fókusaði bara á þennan leik við Selfoss. Maður fann meira fyrir þessu í gær [gegn Stjörnunni] því maður var alveg bugaður af þreytu eftir að hafa verið að vinna alla helgina. En við hefðum ekki náð þessu á 2-3 dögum nema af því að við höfðum allt þetta góða fólk í kringum okkur,“ sagði Bryndís. Hún fær engan tíma til að slaka á því á morgun heldur hún á Símamótið með stelpurnar sem hún þjálfar, og á sunnudaginn er leikur hjá Tindastóli gegn Þrótti í Laugardalnum. Með sigri geta Bryndís og félagar grafið sig upp úr fallsæti, á þessari fyrstu leiktíð þeirra í efstu deild.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Kettir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10