Kolbeinn spenntur fyrir komu hins þaulreynda Marcus Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 20:31 Kolbeinn Sigþórsson, framherji Gautaborgar í Svíþjóð og íslenska landsliðsins. fotbollskanalen.se Samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá IFK Gautaborg segir hann einn besta framherja sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann er meiðslalaus. Sænski landsliðsframherjinn Marcus Berg mun ganga til liðs við félagið á næstunni og gæti sæti Kolbeins í byrjunarliðinu verið í hættu. „Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira