Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Andri Már Eggertsson skrifar 6. júlí 2021 22:23 Valur styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar Vísir/Vilhelm Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti. Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Það mátti sjá á báðum liðum að um toppslag var að ræða, bæði lið gáfu fá færi á sig til að byrja með leiks. Því var fyrsta korter leiksins með því rólegra sem ég hef séð á þessu tímabili í Pepsi Max deild kvenna. Emma Kay Cheeker fyrirliði Selfoss fékk dauðafæri þegar boltinn skoppaði fyrir hana í teig Vals en henni tókst að lúðra boltanum fram hjá markinu. Við þetta opnaðist leikurinn meira og bæði lið fóru að sækja meira. Færin í fyrri hálfleik voru af skornum skammti. Valur ógnaði þó meira og fengu álitlegar leikstöður þegar þær unnu boltann hátt á vellinum eftir góða pressu en þær fóru illa með þau færi og stóð Guðný Geirsdóttir vaktina vel í marki Selfoss. Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Eftir lokaðan fyrri hálfleik kom Mist Edvardsdóttir Valskonum yfir snemma í síðari hálfeik eftir að skalla hornspyrnu Dóru Maríu í slánna og inn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með stórbrotnu marki. Hún sá að Sandra var framarlega í markinu svo hún þrumaði boltanum sem fór yfir Söndru og í netið. Cyera Makenzie Hintzen kom inn á sem varamaður og brenndi af tveimur dauðafærum til að koma Val yfir. Elín Metta Jensen kom Val yfir eftir mikinn barning í teignum, líkt og alvöru senter var Elín Metta ákveðinn og kom boltanum í markið. Að lokum endaði leikurinn 1-2 verðskuldaður sigur Vals. Af hverju vann Valur Valur voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum. Þær sköpuðu sér fleiri færi í síðari hálfleik og nýttu föstu leikatriðin sín vel. Í stöðunni 1-1 voru Valskonur með öll tök á leiknum og var hreinlega beðið eftir öðru markinu sem Elín Metta skoraði á endanum. Hverjar stóðu upp úr? Anna Úrsula Guðmundsdóttir landsliðskona í handbolta og leikmaður Vals í handbolta á síðustu leiktíð var kölluð til fyrir leik kvöldsins sem vara markvörður Vals. Anna Úrsula hefur ekki leikið mótleik í knattspyrnu frá því hún lék tvo leiki með KR í efstu deild árið 2003. Mist Edvardsdóttir var maður leiksins í kvöld. Hún átti stóran þátt í báðum mörkum Vals þar sem hún skoraði það fyrra og lagði upp það seinna. Hólmfríður Magnúsdóttir var líflegasti sóknarmaður Selfoss í kvöld. Flest öll marktækifæri fóru í gegnum hana. Hún skoraði síðan stórkostlegt mark þar sem hún þrumaði boltanum langt utan af velli. Dóra María Lárusdóttir átti góðan leik í kvöld. Hún tök öll föstu leikatriði Vals sem skilaði þeim tveimur mörkum. Hvað gekk illa ? Selfoss tapar þessum leik því þær gleyma sér tvisvar í föstum leikatriðum. Fyrst í hornspyrnu sem rataði beint á kollinn hennar Mistar og síðan eftir aukaspyrnu sem rataði einnig á kollinn hennar Mistar og upp úr því skorar Valur tvíveigis. Hvað gerist næst? Valur fer á Samsungvöllinn næsta mánudag og mæta þar Stjörnunni klukkan 20:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Degi síðar á Jáverk vellinum mætast Selfoss og Keflavík klukkan 19:15. Ég óttast að heilsa Mary Alice sé slæm eftir samstuðið Pétur Pétursson þjálfari Vals var afar sáttur með stigin þrjú í leiks lok. „Þetta var það sem maður bjóst við fyrir leik að það yrði mikil barátta í leiknum, þetta hefur verið svona undanfarin ár milli þessara liða og er ég því sáttur með að landa sigrinum," sagði Pétur eftir leik. Pétur var ángæður með spilamennsku liðsins og fannst honum Valskonur sína mikil gæði í kvöld. „Við erum með marga gæða leikmenn, þetta var enginn kampavíns fótbolti en þetta var bara spurning um að klára leikinn sem við gerðum og fengum fullt af færum til að gera það." Eftir tíðinda lítin fyrri hálfleik náði Valur fyrsta markinu í upphafi síðari hálfleik sem var mikilvægt upp á framhald leiksins. „Mér fannst við slakar í fyrri hálfleik, við töpuðum mikið boltanum á slæmum stöðum. Það er síðan alltaf gott að skora sama hvenær markið kemur." Mary Alice þurfti að fara út af vegna samstuð. Pétur vildi ekki tjá sig um hvort rautt spjald væri að ræða en óttaðist að heilsa Mary Alice væri ekki góð. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Valur
Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti. Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Það mátti sjá á báðum liðum að um toppslag var að ræða, bæði lið gáfu fá færi á sig til að byrja með leiks. Því var fyrsta korter leiksins með því rólegra sem ég hef séð á þessu tímabili í Pepsi Max deild kvenna. Emma Kay Cheeker fyrirliði Selfoss fékk dauðafæri þegar boltinn skoppaði fyrir hana í teig Vals en henni tókst að lúðra boltanum fram hjá markinu. Við þetta opnaðist leikurinn meira og bæði lið fóru að sækja meira. Færin í fyrri hálfleik voru af skornum skammti. Valur ógnaði þó meira og fengu álitlegar leikstöður þegar þær unnu boltann hátt á vellinum eftir góða pressu en þær fóru illa með þau færi og stóð Guðný Geirsdóttir vaktina vel í marki Selfoss. Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Eftir lokaðan fyrri hálfleik kom Mist Edvardsdóttir Valskonum yfir snemma í síðari hálfeik eftir að skalla hornspyrnu Dóru Maríu í slánna og inn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með stórbrotnu marki. Hún sá að Sandra var framarlega í markinu svo hún þrumaði boltanum sem fór yfir Söndru og í netið. Cyera Makenzie Hintzen kom inn á sem varamaður og brenndi af tveimur dauðafærum til að koma Val yfir. Elín Metta Jensen kom Val yfir eftir mikinn barning í teignum, líkt og alvöru senter var Elín Metta ákveðinn og kom boltanum í markið. Að lokum endaði leikurinn 1-2 verðskuldaður sigur Vals. Af hverju vann Valur Valur voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum. Þær sköpuðu sér fleiri færi í síðari hálfleik og nýttu föstu leikatriðin sín vel. Í stöðunni 1-1 voru Valskonur með öll tök á leiknum og var hreinlega beðið eftir öðru markinu sem Elín Metta skoraði á endanum. Hverjar stóðu upp úr? Anna Úrsula Guðmundsdóttir landsliðskona í handbolta og leikmaður Vals í handbolta á síðustu leiktíð var kölluð til fyrir leik kvöldsins sem vara markvörður Vals. Anna Úrsula hefur ekki leikið mótleik í knattspyrnu frá því hún lék tvo leiki með KR í efstu deild árið 2003. Mist Edvardsdóttir var maður leiksins í kvöld. Hún átti stóran þátt í báðum mörkum Vals þar sem hún skoraði það fyrra og lagði upp það seinna. Hólmfríður Magnúsdóttir var líflegasti sóknarmaður Selfoss í kvöld. Flest öll marktækifæri fóru í gegnum hana. Hún skoraði síðan stórkostlegt mark þar sem hún þrumaði boltanum langt utan af velli. Dóra María Lárusdóttir átti góðan leik í kvöld. Hún tök öll föstu leikatriði Vals sem skilaði þeim tveimur mörkum. Hvað gekk illa ? Selfoss tapar þessum leik því þær gleyma sér tvisvar í föstum leikatriðum. Fyrst í hornspyrnu sem rataði beint á kollinn hennar Mistar og síðan eftir aukaspyrnu sem rataði einnig á kollinn hennar Mistar og upp úr því skorar Valur tvíveigis. Hvað gerist næst? Valur fer á Samsungvöllinn næsta mánudag og mæta þar Stjörnunni klukkan 20:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Degi síðar á Jáverk vellinum mætast Selfoss og Keflavík klukkan 19:15. Ég óttast að heilsa Mary Alice sé slæm eftir samstuðið Pétur Pétursson þjálfari Vals var afar sáttur með stigin þrjú í leiks lok. „Þetta var það sem maður bjóst við fyrir leik að það yrði mikil barátta í leiknum, þetta hefur verið svona undanfarin ár milli þessara liða og er ég því sáttur með að landa sigrinum," sagði Pétur eftir leik. Pétur var ángæður með spilamennsku liðsins og fannst honum Valskonur sína mikil gæði í kvöld. „Við erum með marga gæða leikmenn, þetta var enginn kampavíns fótbolti en þetta var bara spurning um að klára leikinn sem við gerðum og fengum fullt af færum til að gera það." Eftir tíðinda lítin fyrri hálfleik náði Valur fyrsta markinu í upphafi síðari hálfleik sem var mikilvægt upp á framhald leiksins. „Mér fannst við slakar í fyrri hálfleik, við töpuðum mikið boltanum á slæmum stöðum. Það er síðan alltaf gott að skora sama hvenær markið kemur." Mary Alice þurfti að fara út af vegna samstuð. Pétur vildi ekki tjá sig um hvort rautt spjald væri að ræða en óttaðist að heilsa Mary Alice væri ekki góð.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti