Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 12:35 Gatnamót Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. Kaflinn á Dynjandisheiði sem Vegagerðarmenn stefndu á að byrja á í sumar er fjórtán kílómetra langur. Núna er gert ráð fyrir að hann verði boðinn út á næsta ári.Grafík/Ragnar Visage Sveitarstjórnir Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar ásamt stjórn Vestfjarðastofu hvetja Alþingi, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Vegagerðina til að taka höndum saman og finna leið til að flýta framkvæmdum á Dynjandisheiði eins og kostur er. Dynjandisheiði megi ekki við töfum. Horft yfir framkvæmdasvæðið sem unnið er á í sumar.Vegagerðin „Hin mikla framkvæmd Dýrafjarðargöng mun ekki nýtast til fulls fyrr en vegur um Dynjandisheiði er fullgerður frá Mjólká í Vatnsfjörð ásamt Bíldudalsvegi. Um er að ræða nýjan veg í stað 70 ára gamals vegar sem ekki hefur notið nema lágmarks viðhalds frá upphafi. Heilsárstenging milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða skiptir miklu máli fyrir vaxandi atvinnulíf og samfélag á Vestfjörðum. Hér skipta máli mánuðir og ár og því mikilvægt að bjóða út næsta áfanga strax á þessu ári þar sem sú framkvæmd tekur 2-3 ár,“ segir í ályktuninni. Frá vegagerð sem núna stendur yfir á Dynjandisheiði. Lónfell í baksýn.Vegagerðin Í frétt Stöðvar 2 nýlega kom fram að Vegagerðin hefði fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki væru til peningar í verkið. Vegagerðarmenn höfðu gefið til kynna að byrjað yrði á fjórtán kílómetra kafla yfir háheiðina í sumar. Sagði vegamálastjóri að í staðinn yrði reynt að lengja þann kafla sem núna væri unnið að. Í frétt frá Vegagerðinni í framhaldinu um framgang verksins segir að ákveðið hafi verið að leita eftir framkvæmdaleyfi fyrir viðbót við núverandi framkvæmd. Viðbótin sé tveir kílómetrar að lengd. Við það detti út einbreið brú og veglína verði umtalsvert betri ásamt bættum vegamótum við Bíldudalsveg en þar sé ætlunin að byggja upp sexhundruð metra kafla. Í frétt Stöðvar 2 sagðist vegamálastjóri gera ráð fyrir að næsti áfangi yrði boðinn út á næsta ári. Vegagerðin segir að hann sé tólf kílómetra langur og á áætlun á árinu 2022. Það sé 2-3 ára verkefni. Frá vegagerð á Dynjandisheiði. Unnið að kafla meðfram Þverdalsá. Gamli vegurinn til vinstri.Vegagerðin „Framkvæmdasvæðið er frá nýbyggingu við Þverdalsá og nánast að Neðra-Eyjarvatni en verklok á þessum áfanga gætu orðið undir árslok 2023 eða snemma árs 2024. Síðasti áfanginn á heiðinni er 7 km langur og er á áætlun 2023 en það er 1-2 ára verk,“ segir Vegagerðin. Nýtt vegstæði skorið inn í bergið á leiðinni niður í Penningsdal í Vatnsfirði. Breiðafjörður í baksýn.Vegagerðin Vestfjarðastofa og vestfirsku sveitarfélögin segja hins vegar í sinni ályktun að æskilegt væri að bjóða út alla framkvæmdina í einu til að flýta framkvæmdum og ekki síður til að ná fram eins mikilli hagkvæmni og hægt sé. Hvert útboð kosti tíma og peninga auk þess sem fyrirsjáanleiki hljóti að vera æskilegur fyrir framkvæmdaaðila einnig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Vegagerð Dýrafjarðargöng Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Tálknafjörður Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
Kaflinn á Dynjandisheiði sem Vegagerðarmenn stefndu á að byrja á í sumar er fjórtán kílómetra langur. Núna er gert ráð fyrir að hann verði boðinn út á næsta ári.Grafík/Ragnar Visage Sveitarstjórnir Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar ásamt stjórn Vestfjarðastofu hvetja Alþingi, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Vegagerðina til að taka höndum saman og finna leið til að flýta framkvæmdum á Dynjandisheiði eins og kostur er. Dynjandisheiði megi ekki við töfum. Horft yfir framkvæmdasvæðið sem unnið er á í sumar.Vegagerðin „Hin mikla framkvæmd Dýrafjarðargöng mun ekki nýtast til fulls fyrr en vegur um Dynjandisheiði er fullgerður frá Mjólká í Vatnsfjörð ásamt Bíldudalsvegi. Um er að ræða nýjan veg í stað 70 ára gamals vegar sem ekki hefur notið nema lágmarks viðhalds frá upphafi. Heilsárstenging milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða skiptir miklu máli fyrir vaxandi atvinnulíf og samfélag á Vestfjörðum. Hér skipta máli mánuðir og ár og því mikilvægt að bjóða út næsta áfanga strax á þessu ári þar sem sú framkvæmd tekur 2-3 ár,“ segir í ályktuninni. Frá vegagerð sem núna stendur yfir á Dynjandisheiði. Lónfell í baksýn.Vegagerðin Í frétt Stöðvar 2 nýlega kom fram að Vegagerðin hefði fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki væru til peningar í verkið. Vegagerðarmenn höfðu gefið til kynna að byrjað yrði á fjórtán kílómetra kafla yfir háheiðina í sumar. Sagði vegamálastjóri að í staðinn yrði reynt að lengja þann kafla sem núna væri unnið að. Í frétt frá Vegagerðinni í framhaldinu um framgang verksins segir að ákveðið hafi verið að leita eftir framkvæmdaleyfi fyrir viðbót við núverandi framkvæmd. Viðbótin sé tveir kílómetrar að lengd. Við það detti út einbreið brú og veglína verði umtalsvert betri ásamt bættum vegamótum við Bíldudalsveg en þar sé ætlunin að byggja upp sexhundruð metra kafla. Í frétt Stöðvar 2 sagðist vegamálastjóri gera ráð fyrir að næsti áfangi yrði boðinn út á næsta ári. Vegagerðin segir að hann sé tólf kílómetra langur og á áætlun á árinu 2022. Það sé 2-3 ára verkefni. Frá vegagerð á Dynjandisheiði. Unnið að kafla meðfram Þverdalsá. Gamli vegurinn til vinstri.Vegagerðin „Framkvæmdasvæðið er frá nýbyggingu við Þverdalsá og nánast að Neðra-Eyjarvatni en verklok á þessum áfanga gætu orðið undir árslok 2023 eða snemma árs 2024. Síðasti áfanginn á heiðinni er 7 km langur og er á áætlun 2023 en það er 1-2 ára verk,“ segir Vegagerðin. Nýtt vegstæði skorið inn í bergið á leiðinni niður í Penningsdal í Vatnsfirði. Breiðafjörður í baksýn.Vegagerðin Vestfjarðastofa og vestfirsku sveitarfélögin segja hins vegar í sinni ályktun að æskilegt væri að bjóða út alla framkvæmdina í einu til að flýta framkvæmdum og ekki síður til að ná fram eins mikilli hagkvæmni og hægt sé. Hvert útboð kosti tíma og peninga auk þess sem fyrirsjáanleiki hljóti að vera æskilegur fyrir framkvæmdaaðila einnig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:
Vegagerð Dýrafjarðargöng Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Tálknafjörður Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu