Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 11:11 Ekkert hefur sést í rauðglóandi kviku frá miðnætti. Vísir/Vefmyndavél Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52
Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent