Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Andri Gíslason skrifar 5. júlí 2021 22:35 Nikolaj Hansen fagnar. Vísir/Bára Dröfn Víkingur vann dramatískan 1-0 sigur á ÍA þegar liðin mættust á Víkingsvelli fyrr í kvöld. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir sköpuðu sér fullt af færum í fyrri hálfleik og var það Nikolaj Hansen sem fékk það besta á 25.mínútu leiksins. Erlingur Agnarsson tók þá hornspyrnu á nærsvæðið þar sem boltanum var flikkað fyrir markið beint á kollinn á Nikolaj sem á einhvern ótrúlegan hátt skallaði boltann framhjá markinu. Skagamenn fengu þó sín færi og eftir rúmlega hálftíma leik komst Morten Beck Andersen einn í gegn á móti Þórði Ingasyni í marki Víkinga en skot hans tiltölulega beint á Þórð og staðan ennþá jöfn. Liðin náðu ekki að setja mark sitt á leikinn í fyrri hálfleik og var staðan 0-0 þegar liðin gengu búningsherbergja. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn líkt og þeim fyrri og herjuðu á mark Skagamanna. Þeir áttu fjöldan allan af skotum á markið en Árni Marinó Einarsson var gjörsamlega frábær í marki Skagamanna í dag og lokaði búrinu. Á 57.mínútu fengu Víkingar dauðafæri þegar Adam Ægir Pálsson sendi Erling Agnarsson í gegn sem var einn á móti Árna í markinu en líkt og áður var Árni með einbeitinguna í lagi og lokaði á hann. Víkingar héldu áfram að sækja enda Skagamenn komnir langt niður á völlinn í von um það að geta beitt skyndisóknum sem virkaði nokkuð vel. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma gerist afar umdeilt atvik þegar Hlynur Sævar Jónsson er í baráttunni við Nikolaj Hansen sem fellur niður í vítateignum. Helgi Mikael dómari leiksins tók sér smá tíma til að hugsa en dæmdi svo víti á endanum. Nikolaj Hansen steig á punktinn og skoraði sitt tíunda mark í sumar og tryggði þar Víkingum mikilvægan sigur í toppbaráttunni. Nikolaj Hansen fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru miklu betri allan leikinn og áttu fjöldan allan af færum. Leikurinn virtist vera að deyja út en umdeild vítaspyrna í lok leiks er það sem réð úrslitum Hverjir stóðu upp úr? Árni Marinó Einarsson var stórkostlegur í marki Skagamanna í kvöld. Það er honum að þakka að Víkingar hafi ekki skorað fleiri mörk í dag. Hins vegar voru miðjumenn Víkinga ferskir í dag og stjórnuðu spilinu vel Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skora í dag. Það var mikil barátta inni á vellinum og voru bæði varnarmenn og markvörður Skagamanna flottir í dag en bæði lið í vandræðum með að koma boltanum í markið. Hvað gerist næst? ÍA heimsækir Leikni í Breiðholtið en Víkingar fara í Kórinn og mæta þar HK Sem betur fer erum við með Nikolaj Hansen sem vítaskyttu Arnar Guðjónsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Bára Dröfn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigurinn á ÍA fyrr í kvöld. „Þetta eru sætustu sigrarnir. Þetta var mjög erfitt og stressandi. Skagamenn voru með gott leikplan og ætluðu að pirra okkur í 90 mínútur og það nánast gekk upp. Þeir börðust mjög vel en mér fannst þetta vera einn af þeim leikjum að ef við hefðum skorað snemma þá hefðu allar flóðgáttir opnast. Þetta var erfitt og þolinmæðisvinna en við vorum heppnir í lokin og lukkan sveif með okkur og við nýttum tækifærið.“ Víkingar voru töluvert betri í leiknum í kvöld en Árni Marinó Einarsson stóð sig eins og hetja í marki Skagamanna. „Hann var hrikalega flottur í dag. Það er flott holning á honum, stór og sterkur. Hann var ekki bara að verja því hann greip fullt af krossum og hann hélt einbeitingu fram til loka. Það var einhvern veginn skrifað í skýin að hann myndi verja vítið í lokin en sem betur fer erum við með Nikolaj nokkurn Hansen sem vítaskyttu og hann var svellkaldur.“ Víkingum hefur ekki gengið vel í síðustu leikjum og fyrir þennan leik voru þeir einungis með einn sigur í síðustu fimm leikjum. „Þetta er búið að vera þannig mót að mér finnst pendúllinn hafa snúist með mörgum liðum. Mér fannst pendúllinn vera hjá Blikunum núna sem eru búnir að vera hrikalega sterkir og vinna nokkra leiki í röð og Valur hafa einnig verið sterkir. Mér fannst pendúllinn aðeins fara frá okkur á tímabili en að hafa skorað í kvöld á síðustu mínútu þá einhvern veginn finnst mér eins og þetta gæti verið að detta okkar megin aftur og við þurfum að nýta okkur þann meðbyr sem svona sigrar gefa okkur.“ Þegar Arnar var spurður hvort Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar hafði hann þetta að segja. „Við getum það, við getum unnið öll lið en við þurfum að styrkja okkur. Mér fannst vanta aðeins meiri gæði á að klára nokkrar sóknir í dag. Við vorum að spila vel úti á velli og héldum boltanum vel en við þurfum smá hjálp til að vera í baráttunni fram að lokaleik því mótið á eftir að vera langt og fullt af leikjum eftir þannig það eru bara bjartir tímar framundan.“ Árni Marinó: Leið eins og þeir væru aldrei að fara að skora Árni Marinó Einarsson átti stórleik í marki Skagamanna í kvöld og varði oft og mörgu sinnum í leiknum á Víkingsvelli fyrr í kvöld. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora.“ Árni er þriðji markvörður Skagaliðsins og átti hann ekki von á því að fá margar mínútur í sumar. „Nei en maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel.“ Skagamenn sitja á botni deildarinnar en Árni vonar að hann geti hjálpað liðinu til að spyrna sér upp af botninum og koma þeim úr fallbaráttunni. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík ÍA
Víkingur vann dramatískan 1-0 sigur á ÍA þegar liðin mættust á Víkingsvelli fyrr í kvöld. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir sköpuðu sér fullt af færum í fyrri hálfleik og var það Nikolaj Hansen sem fékk það besta á 25.mínútu leiksins. Erlingur Agnarsson tók þá hornspyrnu á nærsvæðið þar sem boltanum var flikkað fyrir markið beint á kollinn á Nikolaj sem á einhvern ótrúlegan hátt skallaði boltann framhjá markinu. Skagamenn fengu þó sín færi og eftir rúmlega hálftíma leik komst Morten Beck Andersen einn í gegn á móti Þórði Ingasyni í marki Víkinga en skot hans tiltölulega beint á Þórð og staðan ennþá jöfn. Liðin náðu ekki að setja mark sitt á leikinn í fyrri hálfleik og var staðan 0-0 þegar liðin gengu búningsherbergja. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn líkt og þeim fyrri og herjuðu á mark Skagamanna. Þeir áttu fjöldan allan af skotum á markið en Árni Marinó Einarsson var gjörsamlega frábær í marki Skagamanna í dag og lokaði búrinu. Á 57.mínútu fengu Víkingar dauðafæri þegar Adam Ægir Pálsson sendi Erling Agnarsson í gegn sem var einn á móti Árna í markinu en líkt og áður var Árni með einbeitinguna í lagi og lokaði á hann. Víkingar héldu áfram að sækja enda Skagamenn komnir langt niður á völlinn í von um það að geta beitt skyndisóknum sem virkaði nokkuð vel. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma gerist afar umdeilt atvik þegar Hlynur Sævar Jónsson er í baráttunni við Nikolaj Hansen sem fellur niður í vítateignum. Helgi Mikael dómari leiksins tók sér smá tíma til að hugsa en dæmdi svo víti á endanum. Nikolaj Hansen steig á punktinn og skoraði sitt tíunda mark í sumar og tryggði þar Víkingum mikilvægan sigur í toppbaráttunni. Nikolaj Hansen fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru miklu betri allan leikinn og áttu fjöldan allan af færum. Leikurinn virtist vera að deyja út en umdeild vítaspyrna í lok leiks er það sem réð úrslitum Hverjir stóðu upp úr? Árni Marinó Einarsson var stórkostlegur í marki Skagamanna í kvöld. Það er honum að þakka að Víkingar hafi ekki skorað fleiri mörk í dag. Hins vegar voru miðjumenn Víkinga ferskir í dag og stjórnuðu spilinu vel Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skora í dag. Það var mikil barátta inni á vellinum og voru bæði varnarmenn og markvörður Skagamanna flottir í dag en bæði lið í vandræðum með að koma boltanum í markið. Hvað gerist næst? ÍA heimsækir Leikni í Breiðholtið en Víkingar fara í Kórinn og mæta þar HK Sem betur fer erum við með Nikolaj Hansen sem vítaskyttu Arnar Guðjónsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Bára Dröfn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigurinn á ÍA fyrr í kvöld. „Þetta eru sætustu sigrarnir. Þetta var mjög erfitt og stressandi. Skagamenn voru með gott leikplan og ætluðu að pirra okkur í 90 mínútur og það nánast gekk upp. Þeir börðust mjög vel en mér fannst þetta vera einn af þeim leikjum að ef við hefðum skorað snemma þá hefðu allar flóðgáttir opnast. Þetta var erfitt og þolinmæðisvinna en við vorum heppnir í lokin og lukkan sveif með okkur og við nýttum tækifærið.“ Víkingar voru töluvert betri í leiknum í kvöld en Árni Marinó Einarsson stóð sig eins og hetja í marki Skagamanna. „Hann var hrikalega flottur í dag. Það er flott holning á honum, stór og sterkur. Hann var ekki bara að verja því hann greip fullt af krossum og hann hélt einbeitingu fram til loka. Það var einhvern veginn skrifað í skýin að hann myndi verja vítið í lokin en sem betur fer erum við með Nikolaj nokkurn Hansen sem vítaskyttu og hann var svellkaldur.“ Víkingum hefur ekki gengið vel í síðustu leikjum og fyrir þennan leik voru þeir einungis með einn sigur í síðustu fimm leikjum. „Þetta er búið að vera þannig mót að mér finnst pendúllinn hafa snúist með mörgum liðum. Mér fannst pendúllinn vera hjá Blikunum núna sem eru búnir að vera hrikalega sterkir og vinna nokkra leiki í röð og Valur hafa einnig verið sterkir. Mér fannst pendúllinn aðeins fara frá okkur á tímabili en að hafa skorað í kvöld á síðustu mínútu þá einhvern veginn finnst mér eins og þetta gæti verið að detta okkar megin aftur og við þurfum að nýta okkur þann meðbyr sem svona sigrar gefa okkur.“ Þegar Arnar var spurður hvort Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar hafði hann þetta að segja. „Við getum það, við getum unnið öll lið en við þurfum að styrkja okkur. Mér fannst vanta aðeins meiri gæði á að klára nokkrar sóknir í dag. Við vorum að spila vel úti á velli og héldum boltanum vel en við þurfum smá hjálp til að vera í baráttunni fram að lokaleik því mótið á eftir að vera langt og fullt af leikjum eftir þannig það eru bara bjartir tímar framundan.“ Árni Marinó: Leið eins og þeir væru aldrei að fara að skora Árni Marinó Einarsson átti stórleik í marki Skagamanna í kvöld og varði oft og mörgu sinnum í leiknum á Víkingsvelli fyrr í kvöld. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora.“ Árni er þriðji markvörður Skagaliðsins og átti hann ekki von á því að fá margar mínútur í sumar. „Nei en maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel.“ Skagamenn sitja á botni deildarinnar en Árni vonar að hann geti hjálpað liðinu til að spyrna sér upp af botninum og koma þeim úr fallbaráttunni. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti