Leggja allt kapp á að halda Harry Kane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 17:01 Harry Kane hefur gefið út að hann vilji yfirgefa Tottenham en félagið er ekki tilbúið að hleypa honum svo glatt í burtu. EPA-EFE/Ettore Ferrari Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, segir félagið leggja allt kapp á að helda enska landsliðsframherjanum Harry Kane innan sinna raða. Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira