Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2021 08:48 Mynd: Veida.is fb Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Soginu en það er von unnenda Sogsins að þessi magnaða á sæki í sig veðrið eftir neta uppkaup. Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag. Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði
Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag.
Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði