Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2021 08:48 Mynd: Veida.is fb Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Soginu en það er von unnenda Sogsins að þessi magnaða á sæki í sig veðrið eftir neta uppkaup. Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag. Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði
Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag.
Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði