Skildi dótturina eftir til að geta keppt á heimsleikunum: Grætur á hverjum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 08:30 Kara Saunders með dóttur sinni Scottie sem er nýorðin tveggja ára gömul. Instagram/@karasaundo Kara Saunders er mjög sterk fyrirmynd fyrir allar íþróttamömmur heimsins en þessi frábæra CrossFit kona reynir það á eigin skinni að það getur verið mjög erfitt fyrir keppniskonu í fremstu röð að eiga á sama tíma lítið barn. Gott dæmi er sú staða sem Kara er í núna. Hún er frá Ástralíu og þarf því að ferðast hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í lok þessa mánaðar í Bandaríkjunum. Kara á tveggja ára dóttur, Scottie, sem er fyrir löngu orðin þekkt stærð í CrossFit heiminum þrátt fyrir ungan aldur enda oftast í kringum mömmu sína þegar Kara æfir. Það besta er síðan að sjá barnið reyna að herma eftir mömmu sinni og gera sömu CrossFit æfingar á sinn hátt. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara þurfti að fara í langt ferðalag til að komast á heimsleikana og hún fór af stað löngu fyrir leikana til að venjast tímamismun og öðru. Hún þarf síðan að fara í gegnum langa sóttkví þegar hún snýr til baka. Kara ákvað að hlífa dóttur sinni við þessu óeðlilega lífi á hótelum í margar vikur og skyldi hana eftir hjá föður sínum í Ástralíu. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt fyrir mömmuna án Scottie eins og hún tjáði sig um á samfélagsmiðlum. „Að skilja hana eftir er eitt það erfiðasta sem ég hef og mun nokkurn tíma gera. Ég hef grátið mikið alla daga síðan ég þurfti að taka þessa ákvörðun sem er án efa það besta fyrir hana sjálfa. Það gerði þetta enn erfiðara að þurfa að venja hana af brjóstagjöf áður en ég fór sem var annað skrímsli út af fyrir sig,“ skrifaði Kara Saunders á Instagram. „Já ég veit að fólk þarf oft að skilja börnin sína eftir en kringumstæður hvers og eins eru þeirra. Þessi stelpa hefur verið með mér alla daga. Hún hefur fært fórnir með mér svo ég geti keppt á ný. Ég verð ein í þessu en þetta hefur hundrað prósent verið liðsframtak,“ skrifaði Kara. „Ef þið sjáið mig gráta á keppnisgólfinu er það af því að ég er svo veikgeðja og litla fjölskyldan mín fullkomnar mig. Í allri þessari sorg þá er ég svo heppin að eiga að fólk sem ég elska svo mikið að ég verið svona leið án þeirra,“ skrifaði Kara. CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31 Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Sjá meira
Gott dæmi er sú staða sem Kara er í núna. Hún er frá Ástralíu og þarf því að ferðast hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í lok þessa mánaðar í Bandaríkjunum. Kara á tveggja ára dóttur, Scottie, sem er fyrir löngu orðin þekkt stærð í CrossFit heiminum þrátt fyrir ungan aldur enda oftast í kringum mömmu sína þegar Kara æfir. Það besta er síðan að sjá barnið reyna að herma eftir mömmu sinni og gera sömu CrossFit æfingar á sinn hátt. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara þurfti að fara í langt ferðalag til að komast á heimsleikana og hún fór af stað löngu fyrir leikana til að venjast tímamismun og öðru. Hún þarf síðan að fara í gegnum langa sóttkví þegar hún snýr til baka. Kara ákvað að hlífa dóttur sinni við þessu óeðlilega lífi á hótelum í margar vikur og skyldi hana eftir hjá föður sínum í Ástralíu. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt fyrir mömmuna án Scottie eins og hún tjáði sig um á samfélagsmiðlum. „Að skilja hana eftir er eitt það erfiðasta sem ég hef og mun nokkurn tíma gera. Ég hef grátið mikið alla daga síðan ég þurfti að taka þessa ákvörðun sem er án efa það besta fyrir hana sjálfa. Það gerði þetta enn erfiðara að þurfa að venja hana af brjóstagjöf áður en ég fór sem var annað skrímsli út af fyrir sig,“ skrifaði Kara Saunders á Instagram. „Já ég veit að fólk þarf oft að skilja börnin sína eftir en kringumstæður hvers og eins eru þeirra. Þessi stelpa hefur verið með mér alla daga. Hún hefur fært fórnir með mér svo ég geti keppt á ný. Ég verð ein í þessu en þetta hefur hundrað prósent verið liðsframtak,“ skrifaði Kara. „Ef þið sjáið mig gráta á keppnisgólfinu er það af því að ég er svo veikgeðja og litla fjölskyldan mín fullkomnar mig. Í allri þessari sorg þá er ég svo heppin að eiga að fólk sem ég elska svo mikið að ég verið svona leið án þeirra,“ skrifaði Kara.
CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31 Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Sjá meira
Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31
Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31
Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti