Skildi dótturina eftir til að geta keppt á heimsleikunum: Grætur á hverjum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 08:30 Kara Saunders með dóttur sinni Scottie sem er nýorðin tveggja ára gömul. Instagram/@karasaundo Kara Saunders er mjög sterk fyrirmynd fyrir allar íþróttamömmur heimsins en þessi frábæra CrossFit kona reynir það á eigin skinni að það getur verið mjög erfitt fyrir keppniskonu í fremstu röð að eiga á sama tíma lítið barn. Gott dæmi er sú staða sem Kara er í núna. Hún er frá Ástralíu og þarf því að ferðast hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í lok þessa mánaðar í Bandaríkjunum. Kara á tveggja ára dóttur, Scottie, sem er fyrir löngu orðin þekkt stærð í CrossFit heiminum þrátt fyrir ungan aldur enda oftast í kringum mömmu sína þegar Kara æfir. Það besta er síðan að sjá barnið reyna að herma eftir mömmu sinni og gera sömu CrossFit æfingar á sinn hátt. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara þurfti að fara í langt ferðalag til að komast á heimsleikana og hún fór af stað löngu fyrir leikana til að venjast tímamismun og öðru. Hún þarf síðan að fara í gegnum langa sóttkví þegar hún snýr til baka. Kara ákvað að hlífa dóttur sinni við þessu óeðlilega lífi á hótelum í margar vikur og skyldi hana eftir hjá föður sínum í Ástralíu. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt fyrir mömmuna án Scottie eins og hún tjáði sig um á samfélagsmiðlum. „Að skilja hana eftir er eitt það erfiðasta sem ég hef og mun nokkurn tíma gera. Ég hef grátið mikið alla daga síðan ég þurfti að taka þessa ákvörðun sem er án efa það besta fyrir hana sjálfa. Það gerði þetta enn erfiðara að þurfa að venja hana af brjóstagjöf áður en ég fór sem var annað skrímsli út af fyrir sig,“ skrifaði Kara Saunders á Instagram. „Já ég veit að fólk þarf oft að skilja börnin sína eftir en kringumstæður hvers og eins eru þeirra. Þessi stelpa hefur verið með mér alla daga. Hún hefur fært fórnir með mér svo ég geti keppt á ný. Ég verð ein í þessu en þetta hefur hundrað prósent verið liðsframtak,“ skrifaði Kara. „Ef þið sjáið mig gráta á keppnisgólfinu er það af því að ég er svo veikgeðja og litla fjölskyldan mín fullkomnar mig. Í allri þessari sorg þá er ég svo heppin að eiga að fólk sem ég elska svo mikið að ég verið svona leið án þeirra,“ skrifaði Kara. CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31 Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Gott dæmi er sú staða sem Kara er í núna. Hún er frá Ástralíu og þarf því að ferðast hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í lok þessa mánaðar í Bandaríkjunum. Kara á tveggja ára dóttur, Scottie, sem er fyrir löngu orðin þekkt stærð í CrossFit heiminum þrátt fyrir ungan aldur enda oftast í kringum mömmu sína þegar Kara æfir. Það besta er síðan að sjá barnið reyna að herma eftir mömmu sinni og gera sömu CrossFit æfingar á sinn hátt. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara þurfti að fara í langt ferðalag til að komast á heimsleikana og hún fór af stað löngu fyrir leikana til að venjast tímamismun og öðru. Hún þarf síðan að fara í gegnum langa sóttkví þegar hún snýr til baka. Kara ákvað að hlífa dóttur sinni við þessu óeðlilega lífi á hótelum í margar vikur og skyldi hana eftir hjá föður sínum í Ástralíu. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt fyrir mömmuna án Scottie eins og hún tjáði sig um á samfélagsmiðlum. „Að skilja hana eftir er eitt það erfiðasta sem ég hef og mun nokkurn tíma gera. Ég hef grátið mikið alla daga síðan ég þurfti að taka þessa ákvörðun sem er án efa það besta fyrir hana sjálfa. Það gerði þetta enn erfiðara að þurfa að venja hana af brjóstagjöf áður en ég fór sem var annað skrímsli út af fyrir sig,“ skrifaði Kara Saunders á Instagram. „Já ég veit að fólk þarf oft að skilja börnin sína eftir en kringumstæður hvers og eins eru þeirra. Þessi stelpa hefur verið með mér alla daga. Hún hefur fært fórnir með mér svo ég geti keppt á ný. Ég verð ein í þessu en þetta hefur hundrað prósent verið liðsframtak,“ skrifaði Kara. „Ef þið sjáið mig gráta á keppnisgólfinu er það af því að ég er svo veikgeðja og litla fjölskyldan mín fullkomnar mig. Í allri þessari sorg þá er ég svo heppin að eiga að fólk sem ég elska svo mikið að ég verið svona leið án þeirra,“ skrifaði Kara.
CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31 Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31
Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31
Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30