Mikil ánægja með búsetu í sveitum landsins Erla Hjördís Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2021 13:31 Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar