Messi kostar ekki krónu og leiðir úrvalslið samningslausra Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 09:18 Lionel Messi freistar þess að vinna titil með argentínska landsliðinu á meðan að heimsbyggðin bíður eftir því að vita hvar hann spilar á næstu leiktíð. EPA/Joedson Alves Frá og með deginum í dag geta Lionel Messi og fleiri stórstjörnur í fótboltaheiminum samið við hvaða félag sem er án þess að það félag þurfi að greiða neitt kaupverð. Messi varð samningslaus hjá Barcelona á miðnætti og er í úrvalsliði samningslausra leikmanna sem Sky Sports tók saman. Messi, sem er orðinn 34 ára gamall, hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og meðal annars unnið 10 Spánarmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla. Hann er þessa dagana staddur í Brasilíu með argentínska landsliðinu í Ameríkubikarnum. Þrátt fyrir að hann hafi farið fram á sölu frá Barcelona á síðasta ári virðist vel geta farið svo að hann verði áfram hjá Barcelona og viðræður um nýjan samning þar eru sagðar í gangi. Fari svo að Messi yfirgefi Barcelona þykja PSG og Manchester City líklegust til að landa honum. Í úrvalsliði samningslausra hjá Sky Sports eru fleiri leikmenn sem eflaust eru mjög eftirsóttir: Markvörður: Gianluigi Donnarumma. Ítalski landsliðsmarkvörðurinn hefur varið mark AC Milan síðustu fimm ár. Þessi 22 ára gamli leikmaður virðist vera á leið til PSG. Sky nefnir einnig Wayne Hennessey og Willy Caballero sem álitlega kosti á meðal samningslausra markvarða. Sergio Ramos hefur verið sigursæll með Real Madrid en er nú laus og liðugur.EPA-EFE/ANDY RAIN Miðverðir: Sergio Ramos ákvað að yfirgefa Real Madrid og Jerome Boateng lauk dvöl sinni hjá Bayern München. Ramos er orðinn 35 ára og var ekki valinn í spænska landsliðið vegna glímu við meiðsli, en ætti að eiga áfram fullt erindi í keppni með einhverju af bestu liðum heims. Boateng, sem er 32 ára, hefur verið orðaður við Monaco, Roma og Tottenham. Auk þessara tveggja má nefna Davis Luiz, Mamadou Sakho, Gary Cahill, Scott Dann og Nikola Maksimovic. Bakverðir: Hægri bakvörðurinn Elseid Hysaj hefur spilað 179 leiki fyrir Napoli í efstu deild á Ítalíu og 59 landsleiki fyrir Albaníu. Ezgjan Alioski, sem lék síðast með Leeds, vakti athygli með landsliði Norður-Makedóníu á EM og er líkt og Hysaj á besta fótboltaaldri. Sky Sports bendir á að Ryan Bertrand, Patrick van Aanholt, Nathaniel Clyne, Branislav Ivanovic, Adam Smith, Ahmed Elmohamady, Martin Kelly og Joel Ward séu einnig samningslausir. Juan Mata mun vilja halda kyrru fyrir á Old Trafford.EPA-EFE/Michael Regan Miðjumenn: Spánverjinn Juan Mata vill halda áfram hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli leikmaður er orðinn samningslaus. John Lundstram, sem lék með Sheffield United, og Jeffrey Schlupp sem staðið hefur sig vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, eru einnig samningslausir. Það á einnig við um menn á borð við Jack Wilshere, Robbie Brady, Adam Reach og James McCarthy. Sóknarmenn: Auk besta leikmanns sögunnar, að margra mati, eru nokkrir stórgóðir sóknarmenn á lausu. Normaðurinn Joshua King, sem lék svo vel hjá Bournemouth en fékk fá tækifæri hjá Everton, og Stevan Jovetic, landsliðsmaður Svartfjallalands og fyrrverandi leikmaður Manchester City, eru til að mynda samningslausir. Það sama má segja um Santos Borre, Dwight Gayle, Troy Deeney, Kevin Gameiro, Andy Carroll, Connor Wickham, Hal Robson-Kanu, Andros Townsend, Robin Quaison, Marcos Paulo, Jacob Murphy, Andre Ayew, Jose Izquierdo, Christian Atsu og Junior Stanislas. Spænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Messi varð samningslaus hjá Barcelona á miðnætti og er í úrvalsliði samningslausra leikmanna sem Sky Sports tók saman. Messi, sem er orðinn 34 ára gamall, hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og meðal annars unnið 10 Spánarmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla. Hann er þessa dagana staddur í Brasilíu með argentínska landsliðinu í Ameríkubikarnum. Þrátt fyrir að hann hafi farið fram á sölu frá Barcelona á síðasta ári virðist vel geta farið svo að hann verði áfram hjá Barcelona og viðræður um nýjan samning þar eru sagðar í gangi. Fari svo að Messi yfirgefi Barcelona þykja PSG og Manchester City líklegust til að landa honum. Í úrvalsliði samningslausra hjá Sky Sports eru fleiri leikmenn sem eflaust eru mjög eftirsóttir: Markvörður: Gianluigi Donnarumma. Ítalski landsliðsmarkvörðurinn hefur varið mark AC Milan síðustu fimm ár. Þessi 22 ára gamli leikmaður virðist vera á leið til PSG. Sky nefnir einnig Wayne Hennessey og Willy Caballero sem álitlega kosti á meðal samningslausra markvarða. Sergio Ramos hefur verið sigursæll með Real Madrid en er nú laus og liðugur.EPA-EFE/ANDY RAIN Miðverðir: Sergio Ramos ákvað að yfirgefa Real Madrid og Jerome Boateng lauk dvöl sinni hjá Bayern München. Ramos er orðinn 35 ára og var ekki valinn í spænska landsliðið vegna glímu við meiðsli, en ætti að eiga áfram fullt erindi í keppni með einhverju af bestu liðum heims. Boateng, sem er 32 ára, hefur verið orðaður við Monaco, Roma og Tottenham. Auk þessara tveggja má nefna Davis Luiz, Mamadou Sakho, Gary Cahill, Scott Dann og Nikola Maksimovic. Bakverðir: Hægri bakvörðurinn Elseid Hysaj hefur spilað 179 leiki fyrir Napoli í efstu deild á Ítalíu og 59 landsleiki fyrir Albaníu. Ezgjan Alioski, sem lék síðast með Leeds, vakti athygli með landsliði Norður-Makedóníu á EM og er líkt og Hysaj á besta fótboltaaldri. Sky Sports bendir á að Ryan Bertrand, Patrick van Aanholt, Nathaniel Clyne, Branislav Ivanovic, Adam Smith, Ahmed Elmohamady, Martin Kelly og Joel Ward séu einnig samningslausir. Juan Mata mun vilja halda kyrru fyrir á Old Trafford.EPA-EFE/Michael Regan Miðjumenn: Spánverjinn Juan Mata vill halda áfram hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli leikmaður er orðinn samningslaus. John Lundstram, sem lék með Sheffield United, og Jeffrey Schlupp sem staðið hefur sig vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, eru einnig samningslausir. Það á einnig við um menn á borð við Jack Wilshere, Robbie Brady, Adam Reach og James McCarthy. Sóknarmenn: Auk besta leikmanns sögunnar, að margra mati, eru nokkrir stórgóðir sóknarmenn á lausu. Normaðurinn Joshua King, sem lék svo vel hjá Bournemouth en fékk fá tækifæri hjá Everton, og Stevan Jovetic, landsliðsmaður Svartfjallalands og fyrrverandi leikmaður Manchester City, eru til að mynda samningslausir. Það sama má segja um Santos Borre, Dwight Gayle, Troy Deeney, Kevin Gameiro, Andy Carroll, Connor Wickham, Hal Robson-Kanu, Andros Townsend, Robin Quaison, Marcos Paulo, Jacob Murphy, Andre Ayew, Jose Izquierdo, Christian Atsu og Junior Stanislas.
Spænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti