Messi kostar ekki krónu og leiðir úrvalslið samningslausra Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 09:18 Lionel Messi freistar þess að vinna titil með argentínska landsliðinu á meðan að heimsbyggðin bíður eftir því að vita hvar hann spilar á næstu leiktíð. EPA/Joedson Alves Frá og með deginum í dag geta Lionel Messi og fleiri stórstjörnur í fótboltaheiminum samið við hvaða félag sem er án þess að það félag þurfi að greiða neitt kaupverð. Messi varð samningslaus hjá Barcelona á miðnætti og er í úrvalsliði samningslausra leikmanna sem Sky Sports tók saman. Messi, sem er orðinn 34 ára gamall, hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og meðal annars unnið 10 Spánarmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla. Hann er þessa dagana staddur í Brasilíu með argentínska landsliðinu í Ameríkubikarnum. Þrátt fyrir að hann hafi farið fram á sölu frá Barcelona á síðasta ári virðist vel geta farið svo að hann verði áfram hjá Barcelona og viðræður um nýjan samning þar eru sagðar í gangi. Fari svo að Messi yfirgefi Barcelona þykja PSG og Manchester City líklegust til að landa honum. Í úrvalsliði samningslausra hjá Sky Sports eru fleiri leikmenn sem eflaust eru mjög eftirsóttir: Markvörður: Gianluigi Donnarumma. Ítalski landsliðsmarkvörðurinn hefur varið mark AC Milan síðustu fimm ár. Þessi 22 ára gamli leikmaður virðist vera á leið til PSG. Sky nefnir einnig Wayne Hennessey og Willy Caballero sem álitlega kosti á meðal samningslausra markvarða. Sergio Ramos hefur verið sigursæll með Real Madrid en er nú laus og liðugur.EPA-EFE/ANDY RAIN Miðverðir: Sergio Ramos ákvað að yfirgefa Real Madrid og Jerome Boateng lauk dvöl sinni hjá Bayern München. Ramos er orðinn 35 ára og var ekki valinn í spænska landsliðið vegna glímu við meiðsli, en ætti að eiga áfram fullt erindi í keppni með einhverju af bestu liðum heims. Boateng, sem er 32 ára, hefur verið orðaður við Monaco, Roma og Tottenham. Auk þessara tveggja má nefna Davis Luiz, Mamadou Sakho, Gary Cahill, Scott Dann og Nikola Maksimovic. Bakverðir: Hægri bakvörðurinn Elseid Hysaj hefur spilað 179 leiki fyrir Napoli í efstu deild á Ítalíu og 59 landsleiki fyrir Albaníu. Ezgjan Alioski, sem lék síðast með Leeds, vakti athygli með landsliði Norður-Makedóníu á EM og er líkt og Hysaj á besta fótboltaaldri. Sky Sports bendir á að Ryan Bertrand, Patrick van Aanholt, Nathaniel Clyne, Branislav Ivanovic, Adam Smith, Ahmed Elmohamady, Martin Kelly og Joel Ward séu einnig samningslausir. Juan Mata mun vilja halda kyrru fyrir á Old Trafford.EPA-EFE/Michael Regan Miðjumenn: Spánverjinn Juan Mata vill halda áfram hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli leikmaður er orðinn samningslaus. John Lundstram, sem lék með Sheffield United, og Jeffrey Schlupp sem staðið hefur sig vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, eru einnig samningslausir. Það á einnig við um menn á borð við Jack Wilshere, Robbie Brady, Adam Reach og James McCarthy. Sóknarmenn: Auk besta leikmanns sögunnar, að margra mati, eru nokkrir stórgóðir sóknarmenn á lausu. Normaðurinn Joshua King, sem lék svo vel hjá Bournemouth en fékk fá tækifæri hjá Everton, og Stevan Jovetic, landsliðsmaður Svartfjallalands og fyrrverandi leikmaður Manchester City, eru til að mynda samningslausir. Það sama má segja um Santos Borre, Dwight Gayle, Troy Deeney, Kevin Gameiro, Andy Carroll, Connor Wickham, Hal Robson-Kanu, Andros Townsend, Robin Quaison, Marcos Paulo, Jacob Murphy, Andre Ayew, Jose Izquierdo, Christian Atsu og Junior Stanislas. Spænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Messi varð samningslaus hjá Barcelona á miðnætti og er í úrvalsliði samningslausra leikmanna sem Sky Sports tók saman. Messi, sem er orðinn 34 ára gamall, hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og meðal annars unnið 10 Spánarmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla. Hann er þessa dagana staddur í Brasilíu með argentínska landsliðinu í Ameríkubikarnum. Þrátt fyrir að hann hafi farið fram á sölu frá Barcelona á síðasta ári virðist vel geta farið svo að hann verði áfram hjá Barcelona og viðræður um nýjan samning þar eru sagðar í gangi. Fari svo að Messi yfirgefi Barcelona þykja PSG og Manchester City líklegust til að landa honum. Í úrvalsliði samningslausra hjá Sky Sports eru fleiri leikmenn sem eflaust eru mjög eftirsóttir: Markvörður: Gianluigi Donnarumma. Ítalski landsliðsmarkvörðurinn hefur varið mark AC Milan síðustu fimm ár. Þessi 22 ára gamli leikmaður virðist vera á leið til PSG. Sky nefnir einnig Wayne Hennessey og Willy Caballero sem álitlega kosti á meðal samningslausra markvarða. Sergio Ramos hefur verið sigursæll með Real Madrid en er nú laus og liðugur.EPA-EFE/ANDY RAIN Miðverðir: Sergio Ramos ákvað að yfirgefa Real Madrid og Jerome Boateng lauk dvöl sinni hjá Bayern München. Ramos er orðinn 35 ára og var ekki valinn í spænska landsliðið vegna glímu við meiðsli, en ætti að eiga áfram fullt erindi í keppni með einhverju af bestu liðum heims. Boateng, sem er 32 ára, hefur verið orðaður við Monaco, Roma og Tottenham. Auk þessara tveggja má nefna Davis Luiz, Mamadou Sakho, Gary Cahill, Scott Dann og Nikola Maksimovic. Bakverðir: Hægri bakvörðurinn Elseid Hysaj hefur spilað 179 leiki fyrir Napoli í efstu deild á Ítalíu og 59 landsleiki fyrir Albaníu. Ezgjan Alioski, sem lék síðast með Leeds, vakti athygli með landsliði Norður-Makedóníu á EM og er líkt og Hysaj á besta fótboltaaldri. Sky Sports bendir á að Ryan Bertrand, Patrick van Aanholt, Nathaniel Clyne, Branislav Ivanovic, Adam Smith, Ahmed Elmohamady, Martin Kelly og Joel Ward séu einnig samningslausir. Juan Mata mun vilja halda kyrru fyrir á Old Trafford.EPA-EFE/Michael Regan Miðjumenn: Spánverjinn Juan Mata vill halda áfram hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli leikmaður er orðinn samningslaus. John Lundstram, sem lék með Sheffield United, og Jeffrey Schlupp sem staðið hefur sig vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, eru einnig samningslausir. Það á einnig við um menn á borð við Jack Wilshere, Robbie Brady, Adam Reach og James McCarthy. Sóknarmenn: Auk besta leikmanns sögunnar, að margra mati, eru nokkrir stórgóðir sóknarmenn á lausu. Normaðurinn Joshua King, sem lék svo vel hjá Bournemouth en fékk fá tækifæri hjá Everton, og Stevan Jovetic, landsliðsmaður Svartfjallalands og fyrrverandi leikmaður Manchester City, eru til að mynda samningslausir. Það sama má segja um Santos Borre, Dwight Gayle, Troy Deeney, Kevin Gameiro, Andy Carroll, Connor Wickham, Hal Robson-Kanu, Andros Townsend, Robin Quaison, Marcos Paulo, Jacob Murphy, Andre Ayew, Jose Izquierdo, Christian Atsu og Junior Stanislas.
Spænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira