Donald Rumsfeld er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 20:29 Donald Rumsfeld stendur hér við hlið George Bush árið 2008. AP/Susan Walsh Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart. Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira