Vart hugað líf í janúar en kláraði hálfan járnkarl í júní Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2021 19:35 Sonja lá í öndunarvél í níu daga í byrjun árs. Henni var vart hugað líf. VÍSIR Konu sem var vart hugað líf þegar hún lá í öndunarvél í níu daga í byrjun árs keppti í hálfum járnkarli um helgina. Hún segir að keppnin hafi hjálpað henni að treysta líkamanum á ný og er byrjuð að skipuleggja næsta mót. Sonja Símonardóttir er 25 ára lögfræðingur. Hún byrjaði að æfa þríþraut í september og skráði sig fljótlega í hálfan járnkarl í Danmörku sem fór fram á sunnudaginn. Í hálfum járnkarli er keppt í þríþraut þar sem keppendur synda 1,9 kílómetra, hjóla 90 kílómetra og hlaupa hálft maraþon eða 21,1 kílómetra í þessari röð. Sonja æfði stíft ásamt félögum sínum í miðjum heimsfaraldri en Covid19 ástandið setti strik í reikninginn. „Þegar sundlaugarnar lokuðu þá lentum við í veseni. Þá vorum við duglegar að fara í sjósund í staðinn,“ segir Sonja. Sonja fékk svæsna þvagfærasýkingu í desember sem leiddi til sýklasóttarlosts. „Ég hafði aldrei fengið þvagfarasýkingu og fann engin einkenni. Sýkingin fékk að malla og skilaði sér út í nýrun og þaðan út í blóðið.“ Nær dauða en lífi Það var svo þann 25. desember sem hún fer að finna fyrir miklum bakverkjum. „Ég vissi ekki að nýrun væru staðsett svona neðarlega í bakinu og hélt að þetta væri bara æfingarálag og held áfram að æfa. Sársaukinn versnar og versnar þar til ég fæ mikinn hita, uppköst og gat ekki gengið vegna sársauka.“ Þá var tekin ákvörðun um að hringja í sjúkrabíl. Hún var lögð inn á gjörgæslu og haldið sofandi í öndunarvél í níu daga eftir að í ljós kom að hún var komin með brátt andnauðarheilkenni og fjöllíffærakerfabilun. „Svo vakna ég og spyr: „Hvað er klukkan?“ Og hjúkkurnar segja: „Klukkan er fimm, það er 6. janúar“ og þá mundi ég ekkert eftir því sem hafði gerst.“ Á þessum tíma var Sonju vart hugað líf. „Það var nánast búið að afskrifa mig. Eins og segir í útskriftarbréfinu mínu þá fékk ég þrjá lífshættulega sjúkdóma en með stífri gjörgæslumeðferð þá blessunarlega lifði ég þetta af. Þetta leit ekki vel út.“ Þegar landsmenn fögnuðu nýju ári lá Sonja í öndunarvél á gjörgæslu.aðsend Sonja þurfti hjálp við allar athafnir fyrstu dagana eftir að hún losnaði úr öndunarvél. „Það var rosalega mikið sjokk og ég var í mikilli afneitun. Á sama tíma áttaði ég mig á því að þetta var rosalega mikið sjokk fyrir líkamann og maður fann að ég bjóst ekki við þessu. Mig hefði ekki dottið í hug að þetta gæti komið fyrir mig því ég lifi rosalega heilbrigðum lífsstíl og hreyfi mig mikið.“ Draumurinn um þríþrautarkeppni úti Við tók tímabil endurhæfingar þar sem eina hreyfing Sonju voru göngutúrar. Læknar sögðu henni að það tæki líkamann ár að ná aftur 60 prósent af venjulegri orku. Draumurinn um þríþrautarkeppni væri úti. „Ég var alveg búin að afskrifa þessa keppni.“ Hópurinn eflaust þreyttur eftir keppnina, en allir sáttir með verðlaunagrip um hálsinn.aðsend Sonja segir að það hafi tekið tíma að safna kjarki á ný eftir veikindin. Hún gafst ekki upp, fór hægt af stað í byrjun. Til að byrja með synti hún einungis og smám saman kom þrekið aftur. „Í apríl segi ég þjálfaranum mínum að ég ætli ekki að keppa. Hún segir mér að hugsa málið og segir að ég sé á góðu róli. Þá fylltist ég svakalegum eldmóð.“ Þar með tók hún ákvörðun um að keppa þrátt fyrir veikindin. Það kom fjölskyldu hennar ekki á óvart að hún hafi ákveðið að slá til, enda með mikið keppnisskap. „Kærastinn minn og pabbi minn vissu alveg að ég gæti þetta. Ég er ekki eins og fólk er flest með þetta. Það er alltaf sagt að maður geti 70 prósent meira en maður heldur en það er öfugt fyrir mér ég held að ég geti 70 prósent meira en ég get,“ segir Sonja kát í bragði. View this post on Instagram A post shared by Sonja Símonardóttir (@sonnsim) Mikið áfall fyrir fjölskylduna Bæði móðir Sonju og tvíburasystir höfðu aðeins meiri áhyggjur af áformum Sonju. „Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir fjölskylduna. Þau héldu að ég væri að deyja í janúar og þær ætluðu ekki að sleppa mér alveg út í hálfan járnkarl.“ Undirbúningur fyrir keppni er margvíslegur. Auðvitað þarf að passa að hárið þvælist ekki fyrir.aðsend Í október þegar hún var á fullu að æfa fyrir keppnina setti hún sér það markmið að klára þrautirnar þrjár á undir sex klukkutímum. Eftir að hún veiktist setti hún sér það eina markmið að klára þrautirnar. Hún gerði gott betur en það og kláraði hringinn á 6 klukkutímum og átján mínútum. „Ég hágrét. Ég grét í svona 20 mínútur og var öll krambúleruð og búin á því. Svo kem ég í mark og þar eru kærasti minn, besta vinkona og pabbi. Þau eru öll þarna og taka utan um mann og maður fær metalíu. Ég var himinlifandi en grét eins og lítið barn því ég hafði svo miklar áhyggjur af því að ég myndi ekki klára þetta.“ Himinlifandi að keppninni lokinni.aðsend Hún segir keppnina hafa hjálpað henni að treysta líkamanum á ný eftir veikindin. Vont að treysta ekki líkamanum „Og svolítið að sanna það fyrir mér að það sé í lagi með mig því maður verður svo hræddur þegar maður lendir í einhverju svona, að deyja næstum. Þetta er ólýsanleg tilfinning að missa traust á líkamanum,“ segir Sonja. „Og ná síðan að klára einhverja svona áskorun og að líkaminn skili sér í gegn, það er ótrúlega dýrmætt. Þannig við erum farin að vera vinir aftur. Ég og líkaminn.“ Sonja og Sædís Jónsdóttir í faðmlögum eftir kepnni.aðsend Undirbúningur fyrir keppni er margvíslegur. Auðvitað þarf að passa að hárið þvælist ekki fyrir.Aðsend Sonja er hvergi nærri hætt. „Við vorum liggur við ekki komin í mark þegar við vorum farin að skoða næstu járnkarla.“ Heilsa Þríþraut Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Sonja Símonardóttir er 25 ára lögfræðingur. Hún byrjaði að æfa þríþraut í september og skráði sig fljótlega í hálfan járnkarl í Danmörku sem fór fram á sunnudaginn. Í hálfum járnkarli er keppt í þríþraut þar sem keppendur synda 1,9 kílómetra, hjóla 90 kílómetra og hlaupa hálft maraþon eða 21,1 kílómetra í þessari röð. Sonja æfði stíft ásamt félögum sínum í miðjum heimsfaraldri en Covid19 ástandið setti strik í reikninginn. „Þegar sundlaugarnar lokuðu þá lentum við í veseni. Þá vorum við duglegar að fara í sjósund í staðinn,“ segir Sonja. Sonja fékk svæsna þvagfærasýkingu í desember sem leiddi til sýklasóttarlosts. „Ég hafði aldrei fengið þvagfarasýkingu og fann engin einkenni. Sýkingin fékk að malla og skilaði sér út í nýrun og þaðan út í blóðið.“ Nær dauða en lífi Það var svo þann 25. desember sem hún fer að finna fyrir miklum bakverkjum. „Ég vissi ekki að nýrun væru staðsett svona neðarlega í bakinu og hélt að þetta væri bara æfingarálag og held áfram að æfa. Sársaukinn versnar og versnar þar til ég fæ mikinn hita, uppköst og gat ekki gengið vegna sársauka.“ Þá var tekin ákvörðun um að hringja í sjúkrabíl. Hún var lögð inn á gjörgæslu og haldið sofandi í öndunarvél í níu daga eftir að í ljós kom að hún var komin með brátt andnauðarheilkenni og fjöllíffærakerfabilun. „Svo vakna ég og spyr: „Hvað er klukkan?“ Og hjúkkurnar segja: „Klukkan er fimm, það er 6. janúar“ og þá mundi ég ekkert eftir því sem hafði gerst.“ Á þessum tíma var Sonju vart hugað líf. „Það var nánast búið að afskrifa mig. Eins og segir í útskriftarbréfinu mínu þá fékk ég þrjá lífshættulega sjúkdóma en með stífri gjörgæslumeðferð þá blessunarlega lifði ég þetta af. Þetta leit ekki vel út.“ Þegar landsmenn fögnuðu nýju ári lá Sonja í öndunarvél á gjörgæslu.aðsend Sonja þurfti hjálp við allar athafnir fyrstu dagana eftir að hún losnaði úr öndunarvél. „Það var rosalega mikið sjokk og ég var í mikilli afneitun. Á sama tíma áttaði ég mig á því að þetta var rosalega mikið sjokk fyrir líkamann og maður fann að ég bjóst ekki við þessu. Mig hefði ekki dottið í hug að þetta gæti komið fyrir mig því ég lifi rosalega heilbrigðum lífsstíl og hreyfi mig mikið.“ Draumurinn um þríþrautarkeppni úti Við tók tímabil endurhæfingar þar sem eina hreyfing Sonju voru göngutúrar. Læknar sögðu henni að það tæki líkamann ár að ná aftur 60 prósent af venjulegri orku. Draumurinn um þríþrautarkeppni væri úti. „Ég var alveg búin að afskrifa þessa keppni.“ Hópurinn eflaust þreyttur eftir keppnina, en allir sáttir með verðlaunagrip um hálsinn.aðsend Sonja segir að það hafi tekið tíma að safna kjarki á ný eftir veikindin. Hún gafst ekki upp, fór hægt af stað í byrjun. Til að byrja með synti hún einungis og smám saman kom þrekið aftur. „Í apríl segi ég þjálfaranum mínum að ég ætli ekki að keppa. Hún segir mér að hugsa málið og segir að ég sé á góðu róli. Þá fylltist ég svakalegum eldmóð.“ Þar með tók hún ákvörðun um að keppa þrátt fyrir veikindin. Það kom fjölskyldu hennar ekki á óvart að hún hafi ákveðið að slá til, enda með mikið keppnisskap. „Kærastinn minn og pabbi minn vissu alveg að ég gæti þetta. Ég er ekki eins og fólk er flest með þetta. Það er alltaf sagt að maður geti 70 prósent meira en maður heldur en það er öfugt fyrir mér ég held að ég geti 70 prósent meira en ég get,“ segir Sonja kát í bragði. View this post on Instagram A post shared by Sonja Símonardóttir (@sonnsim) Mikið áfall fyrir fjölskylduna Bæði móðir Sonju og tvíburasystir höfðu aðeins meiri áhyggjur af áformum Sonju. „Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir fjölskylduna. Þau héldu að ég væri að deyja í janúar og þær ætluðu ekki að sleppa mér alveg út í hálfan járnkarl.“ Undirbúningur fyrir keppni er margvíslegur. Auðvitað þarf að passa að hárið þvælist ekki fyrir.aðsend Í október þegar hún var á fullu að æfa fyrir keppnina setti hún sér það markmið að klára þrautirnar þrjár á undir sex klukkutímum. Eftir að hún veiktist setti hún sér það eina markmið að klára þrautirnar. Hún gerði gott betur en það og kláraði hringinn á 6 klukkutímum og átján mínútum. „Ég hágrét. Ég grét í svona 20 mínútur og var öll krambúleruð og búin á því. Svo kem ég í mark og þar eru kærasti minn, besta vinkona og pabbi. Þau eru öll þarna og taka utan um mann og maður fær metalíu. Ég var himinlifandi en grét eins og lítið barn því ég hafði svo miklar áhyggjur af því að ég myndi ekki klára þetta.“ Himinlifandi að keppninni lokinni.aðsend Hún segir keppnina hafa hjálpað henni að treysta líkamanum á ný eftir veikindin. Vont að treysta ekki líkamanum „Og svolítið að sanna það fyrir mér að það sé í lagi með mig því maður verður svo hræddur þegar maður lendir í einhverju svona, að deyja næstum. Þetta er ólýsanleg tilfinning að missa traust á líkamanum,“ segir Sonja. „Og ná síðan að klára einhverja svona áskorun og að líkaminn skili sér í gegn, það er ótrúlega dýrmætt. Þannig við erum farin að vera vinir aftur. Ég og líkaminn.“ Sonja og Sædís Jónsdóttir í faðmlögum eftir kepnni.aðsend Undirbúningur fyrir keppni er margvíslegur. Auðvitað þarf að passa að hárið þvælist ekki fyrir.Aðsend Sonja er hvergi nærri hætt. „Við vorum liggur við ekki komin í mark þegar við vorum farin að skoða næstu járnkarla.“
Heilsa Þríþraut Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira