Tárvot Serena þurfti að hætta leik á Wimbledon vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 09:32 Serena Williams rann á sleipum vellinum og þurfti að draga sig úr keppni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Serena Williams nær ekki sínum 24. risatitli á Wimbledon í ár en hún þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla í sjöundu lotu gegn Aliaksandra Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi. Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met. Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met.
Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira