Andri Hjörvar: Barátta og stríð framundan Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. júní 2021 20:35 Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. „Ég hefði viljað þrjú stig. Við vorum svo nálægt því og við lögðum svo mikið púður í það að ná í þessi þrjú stig hefði verið sanngjarnt en eitt stig er rauninn í dag og við þurfum bara að taka því,“ sagði Andri Hjörvari þjálfari Þór/KA eftir 0-0 jafntefli á móti Fylki á heimavelli í dag. „Mér fannst leikurinn mjög jafn í fyrri hálfleik. Fylkir var mikið í löngu boltunum sem við réðum við og mér fannst við ráða vel við þeirra hættulegustu leikmenn. Vindurinn spilaði svolítið inn í hvernig liðin voru að spila leikinn en mér fannst við klárlega betri í seinni hálfleik. Mér fannst við vera nokkrum sinni ansi nálægt því að skora og það hefði verið rosalega ljúft að sjá hann inni. Við hefðum þurft aðeins meiri ákveðni á síðasta þriðjungnum. Stundum vantaði bara að setja tánna í boltann til að koma honum yfir línuna. Vonandi lærum við bara af þessum leik og gerum betur í næsta.“ Þór/KA er í níunda og næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. „Það er bara barátta og stríð framundan hjá okkur. Þessi deild er alveg óútreiknanlega. Það er eiginlega ekki hægt að spá í einn einast leik. Við erum í 9. sæti eins og er en það þarf ekkert mikið til að liðin skipti algjörlega um sæti, alveg frá fjórða og niður í það níunda. Við þurfum bara að halda áfram að berjast fyrir okkar stigum og halda áfram að koma þeim í hús.“ Arna Sif fyrirliði Þór/KA er kominn aftur eftir að hafa verið í atvinnumennsku í Skotlandi. „Það var mjög mikilvægt að fá Örnu Sif aftur inn í liðið. Hún er náttúrulega fyrirliði liðsins og er að mínu mati langbesti varnarmaður deildarinnar og hefur verið það um árabil. Hún ætti eiginlega að vera í landsliðinu að mínu mati en hún gefur liðinu miklu meira en bara að vera inn á vellinum. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan og er frábær í klefa.“ Þór/KA heimsækir Keflavík í næstu umferð. „Við þurfum þrjú stig út úr næsta leik. Tvö jafnteflin í röð hjá okkur er eitthvað til að byggja á en þrjú stig eru bara nauðsynlega eins og fyrir önnur lið sem eru þarna í neðri hlutanum. Við ætlum að fara og sækja þrjú stig. Við stefnum ennþá hátt þó ég ætli ekki að ljóstra því hér hvaða sæti við stefnum á en klárlega ofar en þetta.“ Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Fylkir 0-0 | Markalaust fyrir norðan Þór/KA og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í fallbaráttuslag fyrir norðan. 29. júní 2021 19:52 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
„Mér fannst leikurinn mjög jafn í fyrri hálfleik. Fylkir var mikið í löngu boltunum sem við réðum við og mér fannst við ráða vel við þeirra hættulegustu leikmenn. Vindurinn spilaði svolítið inn í hvernig liðin voru að spila leikinn en mér fannst við klárlega betri í seinni hálfleik. Mér fannst við vera nokkrum sinni ansi nálægt því að skora og það hefði verið rosalega ljúft að sjá hann inni. Við hefðum þurft aðeins meiri ákveðni á síðasta þriðjungnum. Stundum vantaði bara að setja tánna í boltann til að koma honum yfir línuna. Vonandi lærum við bara af þessum leik og gerum betur í næsta.“ Þór/KA er í níunda og næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. „Það er bara barátta og stríð framundan hjá okkur. Þessi deild er alveg óútreiknanlega. Það er eiginlega ekki hægt að spá í einn einast leik. Við erum í 9. sæti eins og er en það þarf ekkert mikið til að liðin skipti algjörlega um sæti, alveg frá fjórða og niður í það níunda. Við þurfum bara að halda áfram að berjast fyrir okkar stigum og halda áfram að koma þeim í hús.“ Arna Sif fyrirliði Þór/KA er kominn aftur eftir að hafa verið í atvinnumennsku í Skotlandi. „Það var mjög mikilvægt að fá Örnu Sif aftur inn í liðið. Hún er náttúrulega fyrirliði liðsins og er að mínu mati langbesti varnarmaður deildarinnar og hefur verið það um árabil. Hún ætti eiginlega að vera í landsliðinu að mínu mati en hún gefur liðinu miklu meira en bara að vera inn á vellinum. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan og er frábær í klefa.“ Þór/KA heimsækir Keflavík í næstu umferð. „Við þurfum þrjú stig út úr næsta leik. Tvö jafnteflin í röð hjá okkur er eitthvað til að byggja á en þrjú stig eru bara nauðsynlega eins og fyrir önnur lið sem eru þarna í neðri hlutanum. Við ætlum að fara og sækja þrjú stig. Við stefnum ennþá hátt þó ég ætli ekki að ljóstra því hér hvaða sæti við stefnum á en klárlega ofar en þetta.“
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Fylkir 0-0 | Markalaust fyrir norðan Þór/KA og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í fallbaráttuslag fyrir norðan. 29. júní 2021 19:52 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Leik lokið: Þór/KA - Fylkir 0-0 | Markalaust fyrir norðan Þór/KA og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í fallbaráttuslag fyrir norðan. 29. júní 2021 19:52