Nik Chamberlain: Í heildina vorum við betra liðið og áttum skilið að vinna Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 29. júní 2021 20:46 Nik Chamberlain Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með frammistöðuna hjá sínum stelpum eftir 2-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í dag. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það er erfitt að koma til Vestmannaeyja, þannig að koma hingað og sækja þrjá punkta var frábært og við áttum það fyllilega skilið. Þrátt fyrir að þær fengu tvö víti og við vörðumst vel þá í heildina vorum við betra liðið og áttum skilið að vinna,“ sagði Nik eftir leik. Þrátt fyrir að vera einu marki undir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks hefði Nik ekki viljað gera neitt öðruvísi. „Þær voru öflugar í skyndisóknum og þéttar fyrir sem við vissum að þær yrðu. Það var ekkert sem við hefðum getað gert öðruvísi þar. Við höfðum tækifæri á að koma okkur yfir en við erum að sýna góðan karakter og sækja stigin.“ Um miðbik síðari hálfleiks virtist sem að Shaelan Grace Murison Brown, leikmaður Þróttar, hafi misstigið sig og var hún sótt af sjúkrabíl stuttu seinna. „Ég veit ekkert enn. Stelpurnar á vellinum segja að það hafi heyrst smellur og við erum að vona að þetta sé ekkert alvarlegt en það er of snemmt að segja til um það.“ Næsti leikur er á móti Breiðablik og fer hann fram 6. júlí. Nik segir stöðuna á liðinu góða fyrir þann leik. „Við erum góðar. Við komum hingað og sóttum þrjú stig. Við fáum Breiðablik næst og það verður erfitt en það er fínt að við fáum viku frí fyrir næsta leik. Við erum búnar að spila 2 leiki á grasi á fjórum dögum og við erum ekki vanar að spila á grasi. Stelpurnar eru orðnar þreyttar þannig að vika í næsta leik er kærkomið.“ Íslenski boltinn ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það er erfitt að koma til Vestmannaeyja, þannig að koma hingað og sækja þrjá punkta var frábært og við áttum það fyllilega skilið. Þrátt fyrir að þær fengu tvö víti og við vörðumst vel þá í heildina vorum við betra liðið og áttum skilið að vinna,“ sagði Nik eftir leik. Þrátt fyrir að vera einu marki undir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks hefði Nik ekki viljað gera neitt öðruvísi. „Þær voru öflugar í skyndisóknum og þéttar fyrir sem við vissum að þær yrðu. Það var ekkert sem við hefðum getað gert öðruvísi þar. Við höfðum tækifæri á að koma okkur yfir en við erum að sýna góðan karakter og sækja stigin.“ Um miðbik síðari hálfleiks virtist sem að Shaelan Grace Murison Brown, leikmaður Þróttar, hafi misstigið sig og var hún sótt af sjúkrabíl stuttu seinna. „Ég veit ekkert enn. Stelpurnar á vellinum segja að það hafi heyrst smellur og við erum að vona að þetta sé ekkert alvarlegt en það er of snemmt að segja til um það.“ Næsti leikur er á móti Breiðablik og fer hann fram 6. júlí. Nik segir stöðuna á liðinu góða fyrir þann leik. „Við erum góðar. Við komum hingað og sóttum þrjú stig. Við fáum Breiðablik næst og það verður erfitt en það er fínt að við fáum viku frí fyrir næsta leik. Við erum búnar að spila 2 leiki á grasi á fjórum dögum og við erum ekki vanar að spila á grasi. Stelpurnar eru orðnar þreyttar þannig að vika í næsta leik er kærkomið.“
Íslenski boltinn ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira