„Sögðu okkur að vera graðari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 22:12 Sævar Atli Magnússon, með fyrirliðabandið, skoraði tvö mörk í kvöld og er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni með átta mörk í sumar. vísir/hulda margrét „Þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir að liðið varð fyrst allra til að vinna Víking í sumar með 2-1 sigri í Breiðholti í kvöld, í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. „Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
„Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11