„Ég held að við eigum eftir að sjá meira af þessu“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. júní 2021 11:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitin fimm sem greindust innanlands um helgina séu ekki þessi hefðbundnu innanlandssmit sem við höfum verið að sjá. „Þetta eru ferðamenn sem koma hér inn og eru að fá vottorð á leiðinni út úr landinu og greinast þá jákvæð.“ Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira