Þjálfari Glódísar Perlu tekur við Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 13:31 Jonas Eidevall er nýr þjálfari Arsenal. Roland Krivec/Getty Images Kvennalið Arsenal hefur tilkynnt Jonas Eidevall sem nýjan þjálfara liðsins. Hann hefur stýrt liði Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár en landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilar með liðinu. Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira