Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 13:03 Fjölnir er formaður Landssambands lögreglumanna. Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu (NEL) tók fyrr í þessum mánuði ákvörðun um að senda erindi tengt Ásmundarsalarmálinu svokallaða, þar sem lögregla hafði afskipti af mannamóti á Þorláksmessu og taldi að sóttvarnareglur hefðu verið brotnar, til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þess sem nefndin leit til við rannsókn málsins var samtal milli tveggja lögreglumanna um hvernig dagbókarfærsla lögreglu, sem send var fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun, ætti að hljóma. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna, telur nefndina seilast langt þegar einkasamtöl lögreglumanna eru skoðuð við rannsókn á störfum lögreglu. Hann segir koma til greina að fá úr málinu skorið hjá Persónuvernd. Hann segir hættu á því að lögreglumenn dragi úr notkun búk- og bílamyndavéla ef hætta er á að einkasamtöl þeirra verði skoðuð við rannsókn mála. „Þessar myndavélar eru öryggistæki og eiga fyrst og fremst að vera notaðar sem öryggistæki lögreglumanna og borgaranna, ef eitthvað stórt kemur upp á, að geta upplýst málin þannig. En ekki til að fylgjast með persónuhögum lögreglumanna og hugsunum þeirra,“ segir Fjölnir. Hann segir að von sé á yfirlýsingu frá sambandinu eftir helgi. Þá sé sambandið búið að heyra í lögfræðingi vegna málsins. „Það er bara mín persónulega skoðun að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu sé komin töluvert út fyrir sitt valdsvið þarna.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. júní 2021 18:52 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Nefnd um eftirlit með störf lögreglu (NEL) tók fyrr í þessum mánuði ákvörðun um að senda erindi tengt Ásmundarsalarmálinu svokallaða, þar sem lögregla hafði afskipti af mannamóti á Þorláksmessu og taldi að sóttvarnareglur hefðu verið brotnar, til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þess sem nefndin leit til við rannsókn málsins var samtal milli tveggja lögreglumanna um hvernig dagbókarfærsla lögreglu, sem send var fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun, ætti að hljóma. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna, telur nefndina seilast langt þegar einkasamtöl lögreglumanna eru skoðuð við rannsókn á störfum lögreglu. Hann segir koma til greina að fá úr málinu skorið hjá Persónuvernd. Hann segir hættu á því að lögreglumenn dragi úr notkun búk- og bílamyndavéla ef hætta er á að einkasamtöl þeirra verði skoðuð við rannsókn mála. „Þessar myndavélar eru öryggistæki og eiga fyrst og fremst að vera notaðar sem öryggistæki lögreglumanna og borgaranna, ef eitthvað stórt kemur upp á, að geta upplýst málin þannig. En ekki til að fylgjast með persónuhögum lögreglumanna og hugsunum þeirra,“ segir Fjölnir. Hann segir að von sé á yfirlýsingu frá sambandinu eftir helgi. Þá sé sambandið búið að heyra í lögfræðingi vegna málsins. „Það er bara mín persónulega skoðun að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu sé komin töluvert út fyrir sitt valdsvið þarna.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. júní 2021 18:52 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31
Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. júní 2021 18:52
Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37