Brenna Lovera kom Selfoss yfir á 13. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Lorena Yvonne Baumann jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks og Katherine Amanda Cousins kom Þrótti yfir á 63. mínútu.
Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti tveimur mörkum yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok og fjórða mark Þróttar gerði Guðrún Gyða skömmu fyrir leikslok.
Það eru því Þróttur, FH, Valur og Breiðablik sem eru komin áfram í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna.