Hvítrússneskur stjórnarandstöðugleiðtogi sækir Ísland heim Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 21:01 Svetlana Tsikhanouskaja er væntanleg til Íslands í byrjun júlí. AP/Francisco Seco Svetlana Tsikhanouskaja, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, heimsækir Ísland í næstu viku. Hún fundar meðal annars með forsætisráðherra, forseta Alþingis og rektor Háskóla Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, bauð Tsikhanouskaju til Íslands, að því er segir í tísti þar sem hún tilkynnir um heimsóknina. Hún verður á landinu dagana 1.-4. júlí. „Ísland er dyggur stuðningsaðili lýðræðislegra breytinga í Hvíta-Rússlandi. Þeta er annað landið utan Evrópusambandsins þangað sem ég fer í starfsheimsókn,“ tísti hún í kvöld. On July 1-4, I will visit Iceland at the invitation of FM @GudlaugurThor to meet PM @katrinjak, 🇮🇸 Parliament Speaker, & @uni_iceland rector. Iceland is a strong supporter of democratic changes in Belarus. This is the second non-EU country I have a working visit to. pic.twitter.com/3KWU4VS7Dv— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 25, 2021 Tsikhanouskaja bauð sig fram til forseta eftir að Siarhei Tsikhanouski, eiginmaður hennar sem hugði á framboð, var fangelsaður í maí í fyrra. Hún flúði land undir þrýstingu ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta, daginn eftir forsetakosningarnar í ágúst sem stjórnarandstaðan í landinu fullyrðir að hafi verið sviksamlegar. Síðan þá hefur Tsikhanouskaja búið í útlegð í Litháen með börnum sínum. Þaðan hefur hún unnið að því að afla stuðnings Evrópuríkja gegn veldi Lúkasjenka. Mikil mótmæli brutust út í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenka lýsti yfir endurkjöri. Öryggissveitir hans börðu þau niður af mikilli hörku. Hvíta-Rússland Utanríkismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, bauð Tsikhanouskaju til Íslands, að því er segir í tísti þar sem hún tilkynnir um heimsóknina. Hún verður á landinu dagana 1.-4. júlí. „Ísland er dyggur stuðningsaðili lýðræðislegra breytinga í Hvíta-Rússlandi. Þeta er annað landið utan Evrópusambandsins þangað sem ég fer í starfsheimsókn,“ tísti hún í kvöld. On July 1-4, I will visit Iceland at the invitation of FM @GudlaugurThor to meet PM @katrinjak, 🇮🇸 Parliament Speaker, & @uni_iceland rector. Iceland is a strong supporter of democratic changes in Belarus. This is the second non-EU country I have a working visit to. pic.twitter.com/3KWU4VS7Dv— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 25, 2021 Tsikhanouskaja bauð sig fram til forseta eftir að Siarhei Tsikhanouski, eiginmaður hennar sem hugði á framboð, var fangelsaður í maí í fyrra. Hún flúði land undir þrýstingu ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta, daginn eftir forsetakosningarnar í ágúst sem stjórnarandstaðan í landinu fullyrðir að hafi verið sviksamlegar. Síðan þá hefur Tsikhanouskaja búið í útlegð í Litháen með börnum sínum. Þaðan hefur hún unnið að því að afla stuðnings Evrópuríkja gegn veldi Lúkasjenka. Mikil mótmæli brutust út í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenka lýsti yfir endurkjöri. Öryggissveitir hans börðu þau niður af mikilli hörku.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira