„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 13:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands fyrr í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands. Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira