Frjálslynt fólk í frábærum flokki Arnar Páll Guðmundsson skrifar 26. júní 2021 07:01 „Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun