Hefði aldrei gerst í efstu deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 10:31 Margrét Lára Viðarsdóttir var hörð á því að fresta hefði átt leiknum á Selfossi. S2 Sport Toppslagur Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna er færður milli leikvalla rétt fyrir leik, af aðalvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið. Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira