Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2021 20:29 Flugvél Play ekið í gegnum heiðursvatnsbunu flugvallarslökkviliðsins við fyrstu brottför frá Leifsstöð í dag. KMU Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð: Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð:
Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13