Noregsmeistarar Bodø/Glimt töpuðu 0-2 á heimavelli gegn Molde sem þýðir að síðarnefnda liðið hefur nú hirt toppsætið af Alfons Sampsted og félögum. Alfons lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.
Brynjólfur Andersen Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund í 1-1 jafntefli liðsins gegn Mjøndalen. Brynjólfur Andersen hóf leik sem fremsti maður heimamanna en var tekinn af velli á 69. mínútu leiksins. Staðan þá þegar orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.
Bæði Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson sátu allan tímann á varamannabekk Strømsgodset er liðið valtaði yfir Sandefjord, lokatölur 4-0. Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn á hægri væng Sandefjord.
Molde er nú á toppi deildarinnar með 23 stig, Alfons og félagar koma þar á eftir með 20 stig. Brynjólfur Andersen og félagar eru í 3. sæti með 16 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti og Sandefjord situr í 14. sæti með aðeins sex stig.