Bjarni var aldrei rannsakaður Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 16:10 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var aldrei til rannsóknar hjá lögreglu vegna veru sinnar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu. Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu.
Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50
Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44