Luiz Suarez: Ég get ekki spilað á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 10:31 Luis Suarez fagnar marki með Liverpool þar sem hann spilaði á árunum 2010 til 2014 og varð að heimsklassa framherja. Getty/Laurence Griffiths Atletico Madrid framherjinn Luis Suarez hefur afskrifað möguleikann á því að spila í ensku úrvalsdeildinni af einfaldri ástæðu. Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez. Enski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez.
Enski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira