Íslenska lögregluforlagið harmar mistök í auglýsingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2021 07:59 Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu. Skjáskot Íslenska lögregluforlagið segist harma að í auglýsingu á vegum félagsins, sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní síðastliðinn, hafi nokkur fyrirtæki, sveitarfélög og samtök verið „skráð í auglýsinguna“ fyrir mistök. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“ Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“
Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43