Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 08:01 Stuðningsmaður Þýskalands hljóp inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána á meðan þjóðsöngur Ungverjalands var í gangi. getty/Matthias Hangst Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53
Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31
UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31