Erlent

Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja

Atli Ísleifsson skrifar
Líkamsleifar 215 barna fundust grafin nærri heimavistarskóla í Kamloops fyrr í mánuðinum.
Líkamsleifar 215 barna fundust grafin nærri heimavistarskóla í Kamloops fyrr í mánuðinum. AP/Jonathan Hayward

Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada.

Frá þessu greina regnhlíðasamtök frumbyggja í Kanada en tilkynningin kemur fáeinum vikum eftir að sambærilegt mál kom upp annars staðar í landinu. 

Samtökin lýsa uppgötvuninni sem skelfilegri og átakanlegri og segja að frekari upplýsingar um málið verði veittar á fréttamannafundi síðar í dag. 

Fréttir bárust af því í fyrir um mánuði að líkamsleifar 215 barna hefðu fundist á lóð þar sem áður fyrr var rekinn kaþólskur heimavistarskóli fyrir börn af frumbyggjaættum í Kamloops í Bresku-Kólumbíu. 

Var markmiðið að fjarlægja börnin frá uppruna sínum og menningu og fá þau til að aðlagast nýju kanadísku samfélag. 

Málið vakti mikla athygli í landinu og hefur Justin Trudeau forsætisráðherra sagt að að Kanadamenn verði að horfast í augu við það ofbeldi sem frumbyggjar í Kanada hafi þurft að þola í gegnum árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×