„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 22:19 Britney Spears staðfesti í dag það sem margir aðdáendur hennar hafa lengi haldið fram. AP/Chris Pizzello Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. „Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46
Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16