Íslenski boltinn

Sigur í fyrsta leik Óla Jó og ÍA rúllaði yfir Fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steven Lennon og félagar í FH og Jón Eyland og félagar í ÍA eru komnir áfram.
Steven Lennon og félagar í FH og Jón Eyland og félagar í ÍA eru komnir áfram. vísir/hag

FH, ÍA, Fjölnir og HK eru komin áfram í sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir að hafa unnið leiki sína í 32-liða úrslitunum í kvöld.

Afleitlega hefur gengið hjá FH að undanförnu og í kvöld var fyrsti leikur Ólafs Jóhannessonar með FH-liðið á nýjan leik eftir að hafa tekið við liðinu í gær.

C-deildarlið Njarðvík komst yfir í Kaplakrika en Björn Daníel Sverrisson og Steven Lennon komu FH yfir fyrir hlé.

Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson bættu við sitt hvoru markinu í síðari hálfleik og lokatölur 4-1.

HK vann 2-1 sigur á Lengjudeildarliði Gróttu. Stefán Ljubicic og Martin Rauschenberg komu HK í 2-0 áður en Pétur Theódór Árnason minnkaði muninn undir lokin.

Fjölnir vann svo 4-1 sigur á D-deildarliði Augnabliks og ÍA rúllaði yfir topplið Lengjudeildarinnar, Fram, 3-0. Steinar Þorsteinsson gerði tvö mörk og Morten Beck eitt.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×