Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Þar segir að Ögmundur hafi sótt um flugrekstrarleyfið fyrir WOW árið 2013. Þá hafi ferlið tekið sex mánuði. Hann segir það ekki skipta sköpum hvort Play, mögulega helsta keppinaut WOW, farnist flugið vel.
Greint var frá því í gær að lögmaður Ballarin hefði farið fram á það fyrir dómstólum að teknar yrðu skýrslur af fyrrverandi stjórnendum WOW vegna horfinna flugrekstrarhandbóka. Meðal þeirra eru nokkrir núverandi stjórnendur Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur hafnað því að rekstur félagsins byggi á flugrekstrarbókum WOW.
„Skiptastjórar WOW air hafa ekki getað afhent flugrekstrargögn og bækur WOW air eða fylgigögn þeirra, hvort sem er í prentuðu eða rafrænu formi. Gögnin var ekki að finna í gagnagrunnum WOW air,“ hefur Fréttablaðið eftir Ögmundi.