Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júní 2021 07:01 Eitt af því besta sem við gerum fyrir okkur sjálf, vinnuveitandann og fjölskylduna okkar er að klúðra ekki sumarfríinu okkar með stressi og of litlum undirbúningi fyrir fríið. Vísir/Getty Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. Samt vitum við öll að það er allra hagur að við tökum gott frí. Gott frí, góð hvíld frá vinnu, samvera með fjölskyldu og vinum og já, við mætum tvíefld og fersk til baka. Á dögunum birti FastCompany nokkur ráð til hjálpa fólki að njóta þess að fara í frí og vera í fríi. Hér eru nokkur þeirra. 1. Rýnt í verkefnalistann Í stað þess að vera á síðustu stundu og með marga bolta á lofti þegar þú ert að fara í frí, tekur þú þér smá tíma í að rýna í verkefnalistann þinn með góðum fyrirvara fyrir fríið. Veldu þér þrjú til fimm verkefni sem þú metur þannig að þau þurfi að klárast fyrir frí. Vertu viss um að þessi forgangsröðun sé raunhæf og rétt. Ekki ætla þér of mörg verkefni og ekki keppast við að klára margt, sem strangt til tekið má bíða þar til eftir frí. Ef þér finnst erfitt að búa til þennan lista, er hægt að skrifa niður verkefnin og skrá fyrir aftan: Verður að klárast Væri frábært að klára Með þessu ertu mögulega að auðvelda þér forgangsröðunina og hér er þá lykilatriðið að missa aldrei fókusinn á þau verkefni sem verða að klárast. Þau eru alltaf aðalatriðin. 2. Úthlutun verkefna eða samskipti við viðskiptavini Eru einhver verkefni á þinni könnu sem æskilegt væri að úthluta áður en þú ferð í frí? Ef svo er, skrifaðu þessi verkefni niður og farðu yfir þau með góðum fyrirvara með samstarfsfólki. Það sama á við um ráðstafanir vegna viðskiptavina. Mögulega eru viðskiptavinir sem þurfa á þjónustu að halda frá þér á meðan þú ert í fríi. Þá er gott að upplýsa bæði viðskiptavininn og samstarfsfólk um hvað þarf að gera eða búast við á meðan að þú ert í fríi. 3. Gerðu snemma drög að „Out of office“ tölvupóstinum Það er ágætt að ákveða það snemma hvernig þú ætlar að orða tölvupóstinn sem tilkynnir um að þú sért í fríi. Á fólk að hafa samband við samstarfsfélaga á meðan þú ert í fríi? Eða bíða þar til þú kemur? Er einhver ákveðin stefna hjá vinnustaðnum um þessar tilkynningar? Kanntu alveg á þetta? Þegar markmiðið er að vera ekki á síðustu stundu með margt fyrir frí, er þetta eitt af því sem er hægt að undirbúa snemma. Oft nægir að vera með vinnuskjal á sameiginlegu drifi þannig að samstarfsfólk geti sótt sér upplýsingar ef eitthvað kemur upp, til dæmis tengt viðskiptavini, á meðan þú ert í fríi. 4. Hvað þýðir „Ef erindið er áríðandi“? Þótt æskilegast sé að fara að fullu í sumarfrí og kúpla sig alveg frá vinnu, þurfa sumir að gefa færi á að hægt sé að ná í sig. Til dæmis „ef erindið er áríðandi.“ En hvað þýðir þetta? Mjög líklega skilgreina ekkert endilega allir það á sama hátt, hvað telst mjög áríðandi. Þess vegna getur verið gott að fara yfir það með samstarfsfólki hvað telst áríðandi. Orða jafnvel tölvupóstinn þannig að fyrst sé haft samband við vinnustaðinn og vinnufélagana. Þeir síðan meti það hvort tilefni sé til að hafa samband við þig í fríi. Eins getur verið mjög gott að ákveða fyrirfram dag til að hafa samband úr fríinu. Samstarfsfólkið þitt getur þá skráð niður punkta til að fara yfir með þér og sömuleiðis ert þú ekki alltaf að fylgjast með tölvupóstum því að þú veist að á þessum degi verður farið yfir helstu mál og fréttir. 5. Bókaðu fund með sjálfum þér Loks er gott að undirbúa endurkomuna í vinnuna eftir frí. Hér er mælt með því að bóka í dagatalið fund með sjálfum þér strax að morgni vinnudags. Þannig getur þú gefið þér til dæmis klukkutíma í að fara yfir tölvupósta og helstu mál sem hafa komið upp, á meðan þú varst í fríi. Gott er að festa þennan fund í dagatalið hjá þér, eins og þú myndir gera ef þú værir að bóka þig á fund með öðru fólki. Góðu ráðin Tengdar fréttir Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Samt vitum við öll að það er allra hagur að við tökum gott frí. Gott frí, góð hvíld frá vinnu, samvera með fjölskyldu og vinum og já, við mætum tvíefld og fersk til baka. Á dögunum birti FastCompany nokkur ráð til hjálpa fólki að njóta þess að fara í frí og vera í fríi. Hér eru nokkur þeirra. 1. Rýnt í verkefnalistann Í stað þess að vera á síðustu stundu og með marga bolta á lofti þegar þú ert að fara í frí, tekur þú þér smá tíma í að rýna í verkefnalistann þinn með góðum fyrirvara fyrir fríið. Veldu þér þrjú til fimm verkefni sem þú metur þannig að þau þurfi að klárast fyrir frí. Vertu viss um að þessi forgangsröðun sé raunhæf og rétt. Ekki ætla þér of mörg verkefni og ekki keppast við að klára margt, sem strangt til tekið má bíða þar til eftir frí. Ef þér finnst erfitt að búa til þennan lista, er hægt að skrifa niður verkefnin og skrá fyrir aftan: Verður að klárast Væri frábært að klára Með þessu ertu mögulega að auðvelda þér forgangsröðunina og hér er þá lykilatriðið að missa aldrei fókusinn á þau verkefni sem verða að klárast. Þau eru alltaf aðalatriðin. 2. Úthlutun verkefna eða samskipti við viðskiptavini Eru einhver verkefni á þinni könnu sem æskilegt væri að úthluta áður en þú ferð í frí? Ef svo er, skrifaðu þessi verkefni niður og farðu yfir þau með góðum fyrirvara með samstarfsfólki. Það sama á við um ráðstafanir vegna viðskiptavina. Mögulega eru viðskiptavinir sem þurfa á þjónustu að halda frá þér á meðan þú ert í fríi. Þá er gott að upplýsa bæði viðskiptavininn og samstarfsfólk um hvað þarf að gera eða búast við á meðan að þú ert í fríi. 3. Gerðu snemma drög að „Out of office“ tölvupóstinum Það er ágætt að ákveða það snemma hvernig þú ætlar að orða tölvupóstinn sem tilkynnir um að þú sért í fríi. Á fólk að hafa samband við samstarfsfélaga á meðan þú ert í fríi? Eða bíða þar til þú kemur? Er einhver ákveðin stefna hjá vinnustaðnum um þessar tilkynningar? Kanntu alveg á þetta? Þegar markmiðið er að vera ekki á síðustu stundu með margt fyrir frí, er þetta eitt af því sem er hægt að undirbúa snemma. Oft nægir að vera með vinnuskjal á sameiginlegu drifi þannig að samstarfsfólk geti sótt sér upplýsingar ef eitthvað kemur upp, til dæmis tengt viðskiptavini, á meðan þú ert í fríi. 4. Hvað þýðir „Ef erindið er áríðandi“? Þótt æskilegast sé að fara að fullu í sumarfrí og kúpla sig alveg frá vinnu, þurfa sumir að gefa færi á að hægt sé að ná í sig. Til dæmis „ef erindið er áríðandi.“ En hvað þýðir þetta? Mjög líklega skilgreina ekkert endilega allir það á sama hátt, hvað telst mjög áríðandi. Þess vegna getur verið gott að fara yfir það með samstarfsfólki hvað telst áríðandi. Orða jafnvel tölvupóstinn þannig að fyrst sé haft samband við vinnustaðinn og vinnufélagana. Þeir síðan meti það hvort tilefni sé til að hafa samband við þig í fríi. Eins getur verið mjög gott að ákveða fyrirfram dag til að hafa samband úr fríinu. Samstarfsfólkið þitt getur þá skráð niður punkta til að fara yfir með þér og sömuleiðis ert þú ekki alltaf að fylgjast með tölvupóstum því að þú veist að á þessum degi verður farið yfir helstu mál og fréttir. 5. Bókaðu fund með sjálfum þér Loks er gott að undirbúa endurkomuna í vinnuna eftir frí. Hér er mælt með því að bóka í dagatalið fund með sjálfum þér strax að morgni vinnudags. Þannig getur þú gefið þér til dæmis klukkutíma í að fara yfir tölvupósta og helstu mál sem hafa komið upp, á meðan þú varst í fríi. Gott er að festa þennan fund í dagatalið hjá þér, eins og þú myndir gera ef þú værir að bóka þig á fund með öðru fólki.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31
Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01