Áhyggjuefni að fjöldi særðra eftir hnífstunguárásir tvöfaldist á milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 16:15 Tilkynningum til sérsveitar ríkislögreglustjóra um einstaklinga vopnaða eggvopnum hefur fjölgað um fimmtíu prósent undanfarin tvö ár. Getty Árið 2020 urðu 23 fyrir líkamstjóni vegna eggvopnsárása, sem er 109 prósentum meira en árin á undan. Á árunum 2017-2019 urðu á bilinu sjö til ellefu fyrir líkamstjóni vegna slíkra árása. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu. Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu.
Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56
Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08
Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39