Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 13:00 Rannsókn á viðhorfi Íslendinga til kynhlutlauss máls leiðir ýmislegt í ljós. Vísir/Vilhelm Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar. Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar.
Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01
Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00
RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent