Þarna var hann eins og naut og svo breytist hann í ballettdansara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 14:00 Romelu Lukaku og Simon Kjær háðu mikla baráttu í leik Danmerkur og Belgíu á Parken í gær. EPA-EFE/Wolfgang Rattay Frammistaða Romelu Lukaku var til umræðu er þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kjartan Henry og Ólafur Kristjánsson gerðu upp 2-1 sigur Belgíu á Dönum í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Þeir áttu vart orð til að lýsa styrk og danshæfileikum framherjans knáa. „Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira