Þarna var hann eins og naut og svo breytist hann í ballettdansara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 14:00 Romelu Lukaku og Simon Kjær háðu mikla baráttu í leik Danmerkur og Belgíu á Parken í gær. EPA-EFE/Wolfgang Rattay Frammistaða Romelu Lukaku var til umræðu er þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kjartan Henry og Ólafur Kristjánsson gerðu upp 2-1 sigur Belgíu á Dönum í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Þeir áttu vart orð til að lýsa styrk og danshæfileikum framherjans knáa. „Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
„Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira