Tilkynnti rangan sigurvegara í Morfís: „Mér líður ömurlega“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 13:27 Mistökin eru skiljanleg en einstaklega óheppileg. youtube/morfís Bæði keppnislið á úrslitakvöldi MORFÍS í gær komust í sigurvímu og bæði upplifðu hræðilega vonbrigðatilfinningu þess sem tapar í úrslitakeppni. Sigurgleði Flensborgarskólans entist þó skemur en Verslunarskólans því oddadómari keppninnar tilkynnti þar ranglega að Flensborg hefði unnið áður en hann leiðrétti sig nokkru síðar. Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Morfís Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Morfís Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira