Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. júní 2021 15:25 Magnús Norðdahl lögmaður fagnar ákvörðun kærunefndar útlendingamála. Vísir Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33