„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2021 14:07 Annie Mist segir mikilvægt að konur viti að það er allt í lagi að upplifa flóknar tilfinningar í móðurhlutverkinu. Ísland í dag Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína. Annie ræddi þessa reynslu við Evu Laufey Kjaran í Ísland í dag. Hún vill opna umræðuna um fæðingarþunglyndi og hjálpa öðrum konum í sömu stöðu. Innslagið má sjá neðar í fréttinni. „Ég átti mjög erfiða fæðingu,“ útskýrir Annie. Meðgangan hennar var frábær og leið henni vel allan tímann og æfði tvisvar á dag fram að settum degi. „Mér leið svakalega vel.“ Missti mikið blóð Annie viðurkenndi að hafa verið smá smeyk við fæðinguna þar sem grindarbotninn var ennþá stífur. „Ég var í þrjá sólarhringa með samdrætti og verki. Fæðingin sjálf tók svakalega langan tíma og ég fór mjög illa.“ Barnið kom skakkt niður svo allt ferlið gekk hægt og illa. „Ég missti mikið blóð og rifnaði illa. Ég var orkulítil og leið illa.“ Allt fór vel að lokum og hún fékk dótturina til sín. „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og þegar ég fékk hana í fangið. Sem betur fer hafði hún það gott og var heil eftir allt saman.“ Gat varla séð um sjálfa sig Eftir tvo sólarhringa á fæðingardeildinni fékk litla fjölskyldan að fara heim. Annie hafði þá lítið sem ekkert sofið vegna kvíða. Eftir heimkomuna reyndi Annie að sofa en var stressuð og hvíldist illa. „Ég var glöð og leið fyrstu tvo sólarhringana eftir fæðingu.“ Svo helltist yfir hana vanlíðan og leið henni auk þess ekki vel í eigin líkama. „Alla meðgönguna var tilgangur með bumbunni og ég var stolt og alveg sama að fólk sæi að ég væri með risastóran maga.“ Annie gat varla setið á þessum tímapunkti þar sem hún var að jafna sig eftir fæðinguna og átti erfitt með að halda sjálfri sér uppi. Veruleiki hennar var mjög breyttur, enda vön að vera einstaklega hraust og sterk. „Að fara úr þessu sjálfstæði og öryggi sem maður var með yfir í að eiga að sjá um sjálfa mig og hvað þá að sjá um Freyju.“ View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Leið ógeðslega illa Hún átti erfitt með að halda á dóttur sinni og fór að upplifa erfiðar tilfinningar. „Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér svo ég þurfti alltaf að hafa hana svo mér myndi líða vel.“ Annie gat ekki sofið og hafði enga matarlyst. Hún sagðist ekki hafa upplifað tilgang. Annie segist ekki hafa upplifað svipaðar tilfinningar áður og þekkti ekki þunglyndi, fyrirfram hélt hún að myndi geta labbað eða farið á æfingu til þess að líða betur. „Mér leið bara ógeðslega illa.“ Eftir að átta sig á því að tilfinningarnar væru þess eðlis að hún þyrfti aðstoð, leitaði Annie sér hjálpar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Geðheilbrigði CrossFit Tengdar fréttir Kjöthitamælirinn lykilatriði þegar kemur að grillmat „Hún kom líka bara mikið betur út en ég þorði að vona. Þegar maður er með frábært teymi í kringum sig þá verða hlutirnir góðir,“ segir Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. júní 2021 10:30 Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. 11. júní 2021 13:30 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Annie ræddi þessa reynslu við Evu Laufey Kjaran í Ísland í dag. Hún vill opna umræðuna um fæðingarþunglyndi og hjálpa öðrum konum í sömu stöðu. Innslagið má sjá neðar í fréttinni. „Ég átti mjög erfiða fæðingu,“ útskýrir Annie. Meðgangan hennar var frábær og leið henni vel allan tímann og æfði tvisvar á dag fram að settum degi. „Mér leið svakalega vel.“ Missti mikið blóð Annie viðurkenndi að hafa verið smá smeyk við fæðinguna þar sem grindarbotninn var ennþá stífur. „Ég var í þrjá sólarhringa með samdrætti og verki. Fæðingin sjálf tók svakalega langan tíma og ég fór mjög illa.“ Barnið kom skakkt niður svo allt ferlið gekk hægt og illa. „Ég missti mikið blóð og rifnaði illa. Ég var orkulítil og leið illa.“ Allt fór vel að lokum og hún fékk dótturina til sín. „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og þegar ég fékk hana í fangið. Sem betur fer hafði hún það gott og var heil eftir allt saman.“ Gat varla séð um sjálfa sig Eftir tvo sólarhringa á fæðingardeildinni fékk litla fjölskyldan að fara heim. Annie hafði þá lítið sem ekkert sofið vegna kvíða. Eftir heimkomuna reyndi Annie að sofa en var stressuð og hvíldist illa. „Ég var glöð og leið fyrstu tvo sólarhringana eftir fæðingu.“ Svo helltist yfir hana vanlíðan og leið henni auk þess ekki vel í eigin líkama. „Alla meðgönguna var tilgangur með bumbunni og ég var stolt og alveg sama að fólk sæi að ég væri með risastóran maga.“ Annie gat varla setið á þessum tímapunkti þar sem hún var að jafna sig eftir fæðinguna og átti erfitt með að halda sjálfri sér uppi. Veruleiki hennar var mjög breyttur, enda vön að vera einstaklega hraust og sterk. „Að fara úr þessu sjálfstæði og öryggi sem maður var með yfir í að eiga að sjá um sjálfa mig og hvað þá að sjá um Freyju.“ View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Leið ógeðslega illa Hún átti erfitt með að halda á dóttur sinni og fór að upplifa erfiðar tilfinningar. „Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér svo ég þurfti alltaf að hafa hana svo mér myndi líða vel.“ Annie gat ekki sofið og hafði enga matarlyst. Hún sagðist ekki hafa upplifað tilgang. Annie segist ekki hafa upplifað svipaðar tilfinningar áður og þekkti ekki þunglyndi, fyrirfram hélt hún að myndi geta labbað eða farið á æfingu til þess að líða betur. „Mér leið bara ógeðslega illa.“ Eftir að átta sig á því að tilfinningarnar væru þess eðlis að hún þyrfti aðstoð, leitaði Annie sér hjálpar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Geðheilbrigði CrossFit Tengdar fréttir Kjöthitamælirinn lykilatriði þegar kemur að grillmat „Hún kom líka bara mikið betur út en ég þorði að vona. Þegar maður er með frábært teymi í kringum sig þá verða hlutirnir góðir,“ segir Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. júní 2021 10:30 Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. 11. júní 2021 13:30 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Kjöthitamælirinn lykilatriði þegar kemur að grillmat „Hún kom líka bara mikið betur út en ég þorði að vona. Þegar maður er með frábært teymi í kringum sig þá verða hlutirnir góðir,“ segir Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. júní 2021 10:30
Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. 11. júní 2021 13:30
Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið