Veldu hugrekki fram yfir þægindi Ásta Kristín Sigurjónssdóttir skrifar 15. júní 2021 07:31 Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun